Fjöldi gönguhópa, námskeiða og ferða verður í boði hjá Fjallafjöri á nýju ári. Smelltu á umfjöllun fyrir nánari upplýsingar.

Gönguhópar
Skráning er opin í þrjá gönguhópa Fjallafjörs, hver og einn með ólíku erfiðleikastigi.
Útiþrek Fjallafjörs býður upp á vikulegar æfingar á þriðjudögum undir leiðsögn sjúkraþjálfara og vikulegar morgungöngur á fimmtudagsmorgnum undir leiðsögn fararstjóra. Ræktaðu sál og líkama úti í náttúrunni!
Námskeið
Fjallafjör býður reglulega upp á námskeið af ýmsum toga.
Byrjendanámskeið Fjallafjörs er sex vikna námskeið þar sem þátttakendur kynnast útivist og fjallgöngum á fjölbreyttan hátt með ferðum, fræðslukvöldum og þjálfun.
Rötunarnámskeið Fjallafjörs er 12 stunda námskeið þar sem þátttakendur læra m.a. notkun GPS tækja, kortalestur, notkun áttavita en námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Myndatökur með farsímum er 15 stunda námskeið þar sem þátttakendur læra grunnatriði í ljósmyndun á borð við myndbyggingu, lýsingu, ljósop og lokahraða. Sérstök áhersla er lögð á ljósmyndun með notkun farsíma. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Ferðir
Skráning er opin í tvær ferðir Fjallafjörs en fjöldi ferða verður í boði árið 2022 - fylgstu með!
Comentarios