Jólagjafabréf Fjallafjörs
Fjallafjör býður árlega upp á hátt í 200 ferðir sem hægt er að greiða fyrir þátttöku í með jólagjafabréfi.Jólagjafabréfið gildir fyrir tvær ferðir, eina dagsferð og eina kvöldferð. Gjafabréfið er einnig hægt að nota til þess að greiða inn á þátttöku í gönguhópi Fjallafjörs.Smáa letrið: gildir ekki í sérferðir og ferðir Tindafjörs.
Hvaða ferðir eru í boði?
Jólagjafabréf Fjallafjörs gildir í eina dagsferð og eina kvöldferð af dagskrá Fjallafjörs. Hægt er að velja á milli allra dags- og kvöldferða að sérferðum og ferðum Tindafjörs undanskildum. Þú getur skoðað lista yfir ferðir hér fyrir neðan og á dagatali Fjallafjörs.
Hvernig nota ég gjafabréfið?
Til þess að bóka velur þú þér ferðir og bókar með tölvupósti á fjallafjor@fjallafjor.is þar sem þú tilgreinir ferðir, dagsetningar og kóða gjafabréfsins.