top of page

Gengið með Guðmundi

Komdu með í ferð með Guðmundi, stofnanda Fjallafjörs!

​Ókeypis þátttaka - kakó og kleinur eftir allar ferðir!

GS5.jpeg

28. janúar - Heiðmörk

Heiðmörk er alltaf yndisleg og að ferðast um Heiðmörkina að vetri til er ekki síðra en að sumri til

Guðmundur tekur á móti ykkur á Borgarstjóraplani, allar nánari upplýsingar eru sendar í pósti til þátttakenda fyrir ferð.

Hafið með ykkur höfuðljós og keðjubrodda.

Kakó og kleinur eftir ferð.

24. febrúar - Kýrskarð

Það er fastur liður hjá Guðmundi að ganga um Kýrskarð um hávetur. Vonandi verður mikill snjór því þá er upplifunin að ganga ofan í skógræktina algjörlega ógleymanleg!

Guðmundur tekur á móti ykkur á bílaplaninu við Helgafell í Hafnarfirði, allar nánari upplýsingar eru sendar í pósti til þátttakenda fyrir ferð.

Hafið með ykkur höfuðljós og keðjubrodda.

Kakó og kleinur eftir ferð.

GS2.jpeg
GS6.JPG

23. mars - Hópsnes

Saga Hópsness er samofin sögu Grindavíkur og sjávarháska. Guðmundur bjó í Grindavík ásamt fjölskyldu sinni um árabil þar til bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023. Það er því von á áhugaverðum sögum í ferðinni, frá jarðhræringum, sjósköðum, mannbjörg í bland við skemmtisögur.

Guðmundur tekur á móti ykkur við Festi, allar nánari upplýsingar eru sendar í pósti til þátttakenda fyrir ferð. 

Hafið með ykkur höfuðljós og keðjubrodda.

Kakó og kleinur eftir ferð.

22. apríl - Búrfellsgjá

Ganga um Búrfellsgjá er fyrir löngu orðin sígild. Í þessari ferð fer Guðmundur með ykkur í Gjáarétt og Réttargerði á leiðinni um Búrfellsgjá á Búrfell.

Guðmundur tekur á móti ykkur á bílaplaninu við upphaf gönguleiðarinnar, allar nánari upplýsingar eru sendar í pósti til þátttakenda fyrir ferð.

Kakó og kleinur eftir ferð.

GS3.jpeg
GS4.jpeg

20. maí - Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur er uppáhalds tindur Guðmundar á Reykjanesskaga. Hæfilegt brölt, flottur toppur og geggjað útsýni sameinar þessa stórskemmtilegu kvöldgöngu.

Guðmundur tekur á móti ykkur í Hafnarfirði, allar nánari upplýsingar eru sendar í pósti til þátttakenda fyrir ferð.

Kakó og kleinur eftir ferð.

Leyfi frá Ferðamálastofu

Hóparnir okkar

Tenglar

Hafa samband

Ferðamálastofa hefur úthlutað Hugsjón ehf. leyfisnúmer 2021-27 sem ferðasali dagsferða og ferðaskrifstofuleyfi númer 2021-036.

Leyfi Ferðamálastofu
Leyfi Ferðamálastofu
covid approved
1442912-removebg-preview.png

Fjallafjör

1442912-removebg-preview.png

Hópar

1442912-removebg-preview.png

Ferðir og námskeið

455705-removebg-preview.png

497-0090

circle_location-512-removebg-preview.png

Laxabakki 9, Selfossi

1442912-removebg-preview.png

Fjörskyldan

1442912-removebg-preview.png

Gagnlegar upplýsingar

 © 2021 FJALLAFJÖR​, Sími: 497 0090 Hugsjón ehf. kt. 430621-2620 Laxabakki 9, 800 Selfoss. Endurritun óheimil nema með leyfi.

bottom of page