top of page
Fjallafjör Hvítasunnuáskorun

Hvítasunnuáskorun
Fjallafjörs 2024!

Taktu þátt í Hvítasunnuáskorun Fjallafjörs 2024!  Spennandi og verðugri 45 kílómetra dagsgöngu með um 900 metra hækkun*.  Gengið verður yfir Sveifluháls endilangan, um Krýsuvíkurgötu, yfir Núpshlíðarháls og um Reykjaveg að upphafsstað ferðarinnar.
Að göngunni lokinni verður boðið til grillveislu!
Verð: 15.900

Innifalið:
-Fararstjórn
-Undirbúningsferð
-Undirbúningsfundur
-Farangursflutningar
-Drykkjarstöðvar
-Grillveisla

Hlaupár

Hvítasunnuáskorun Fjallafjörs er í samstarfi við:

Fjallafjör

Ferðin

Leiðin liggur frá Sandfellsklofa upp á Sveifluháls og eftir honum endilöngum til suðvesturs.  Þá er gengið um Krýsuvíkurgötu, fram hjá Latsfjalli og upp á Núpshlíðarháls og hann genginn í norðausturátt.  Þegar komið er upp fyrir Grænavatn er haldið inn á Reykjaveg og honum fylgt langleiðina að upphafsstað ferðarinnar. Gönguleiðin er um 46 kílómetrar og hækkun um 900 metrar*. Stefnt er að því að ganga á laugardegi en sunnudagur og mánudagur hafðir til vara ef illa viðrar.

Fjallafjör

Undirbúningur

Þátttakendur þurfa að vera í góðu líkamlegu og andlegu formi og stunda reglubundna hreyfingu.  Undirbúningsferð er innifalin og skyldumæting er í hana.  Að auki er undirbúningsfundur sem allir þátttakendur verða að mæta á

Fjallafjör

Erfitt?

Hvítasunnuáskorun Fjallafjörs er erfið.  Vegalengdin er löng og við bætist hækkun. Gráðun ferðarinnar er 4 af 4 mögulegum.  Fyrirkomulag ferðarinnar og undirbúningur er þó með þeim hætti að auðvelda þátttakendum að ljúka við áskorunina.

Akstur

Þátttakendur koma sér sjálfir að upphafsstað göngunnar við Sandfellsklofa.  Brottför er klukkan 6:30.  Um 15 mínútna akstur er frá Hafnarfirði að Sandfellsklofa.

trúss

Farangursflutningur er innifalinn í þátttökugjaldi.  Þátttakendur fá 15 lítra kassa fyrir vistir sem hægt er að hafa í trússbíl sem aðgengilegar eru á nokkrum stöðum á leiðinni.  Þetta minnkar burð á göngunni til muna.

Drykkjarstöðvar

Að auki eru tvær drykkjarstöðvar á leiðinni til að minnka vökvaburð til muna og auka líkur á að þátttakendur ljúki við áskorunina.

Teymið

Fararstjórateymi Hvítasunnuáskorunar Fjallafjörs hefur reynslu af skipulagningu og framkvæmd svo langra gönguferða.  Ekki hika við að hafa samband við fararstjóra varðandi undirbúning ferðarinnar.

5. maí

Undirbúningsferð.  Gengnir eru fjórir hringir um Bessastaðatjörn með hléi á 6,5km fresti.

Ganga hefst klukkan 9:00, mæting 10 mínútum fyrr.

13. maí

Undirbúningsfundur. Fundurinn er haldinn í verslun Hlaupár, Fákafeni 11.  Þátttakendur njóta sérstakra afsláttarkjara á fundinum.

17.-19. maí

Hvítasunnuáskorun Fjallafjörs!

Gengið er á laugardegi en sunnudagur og mánudagur hafðir til vara ef illa viðrar. Brottför frá Sandfellsklofa er klukkan 6:30.

Taktu þátt í Hvítasunnuáskorun Fjallafjörs 2024! Spennandi og verðugri 45 kílómetra dagsgöngu með um 900 metra hækkun.
​*Áætluð vegalengd og hækkun.  Athugið að mælingar geta verið misjafnar eftir tækjum.

Fararstjórar áskorunarinnar

bottom of page