

Hvítasunnuáskorun
Fjallafjörs!
Taktu þátt í Hvítasunnuáskorun Fjallafjörs! Spennandi og verðugri 45 kílómetra dagsgöngu um Vitaleiðina Frá Strandarkirkju í Selvogi að Knarrarósvita.
.jpeg)
Ferðin
Leiðin liggur frá Strandarkirkju í Selvogi, framhjá Selvogsvita, Hafnarnesvita og að Knarrarósvita austan við Stokkseyri. Gönguleiðin er um 45 kílómetrar en hækkun er óveruleg. Stefnt er að því að ganga á laugardegi en sunnudagur og mánudagur hafðir til vara ef illa viðrar.

Undirbúningur
Þátttakendur þurfa að vera í góðu líkamlegu og andlegu formi og stunda reglubundna hreyfingu. Tvær undirbúningsferðir eru innifaldar og verða þátttakendur að mæta á amk. aðra þeirra. Að auki er undirbúningsfundur sem allir þátttakendur verða að mæta á.

Erfitt?
Hvítasunnuáskorun Fjallafjörs er erfið. Vegalengdin er mjög löng og gráðun ferðarinnar er 4 af 4 mögulegum. Fyrirkomulag ferðarinnar og undirbúningur er þó með þeim hætti að auðvelda þátttakendum að ljúka við áskorunina.
Akstur
Akstur frá lokastað að upphafsstað göngunnar er innifalinn í þátttökugjaldi.
Stefnt er að því að byrja við Strandarkirkju og enda við Knarrarósvita.
trúss
Farangursflutningur er innifalinn í þátttökugjaldi en hægt er að láta senda kassa með vistum til Þorlákshafnar. Þetta minnkar burð á göngunni til muna.
Drykkjarstöðvar
Að auki eru þrjár drykkjarstöðvar á leiðinni til að minnka vökvaburð til muna og auka líkur á að þátttakendur ljúki við áskorunina
Teymið
Fararstjórateymi Hvítasunnuáskorunar Fjallafjörs hefur reynslu af skipulagningu og framkvæmd svo langra gönguferða. Ekki hika við að hafa samband við fararstjóra varðandi undirbúning ferðarinnar.
Undirbúnings-fundur
Boðið verður upp á auka undirbúningsfund þegar nær dregur. Fundurinn verður rafrænn.
15. maí
Undirbúningsferð. Gengnir eru fimm hringir um Bessastaðatjörn með hléi á 6,5km fresti.
Ganga hefst klukkan 8:30, mæting 10 mínútum fyrr.
29. maí
Undirbúningsferð. Gengnir eru fimm hringir um Bessastaðatjörn með hléi á 6,5km fresti.
Ganga hefst klukkan 8:30, mæting 10 mínútum fyrr.
4.-6. júní
Hvítasunnuáskorun Fjallafjörs!
Gengið er á laugardegi en sunnudagur og mánudagur hafðir til vara ef illa viðrar. Brottför er klukkan 6:30.