top of page
flott mynd.jpeg

Laugavegur 2025
Gisting, rúta, morgunverður & trúss

Fjallafjör býður upp á skemmtilega ferð um Laugaveginn dagana 11. - 13. júlí 2025.  Fararstjórn, gisting, morgunverður, trúss og rúta innifalið.

Viltu bóka sérferð? Sendu okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is!

Verð með tjaldgistingu: 84.900

Áhugasöm um skálagistingu er bent á að hafa samband við Ferðafélag Íslands.

Laugavegurinn er einstök gönguleið á heimsmælikvarða og hefur ótal sinnum verið valin á meðal fallegustu gönguleiða í heimi - og ekki að ástæðulausu!

Við hefjum göngu í Landmannalaugum og ljúkum henni í Langadal í Þórsmörk - gistum í Álftavatni og Emstrum og innifalið í þátttökugjaldinu er fararstjórn, rúta, trúss, morgunverður og tjaldgisting.

Athugaðu hvort stéttarfélagið þitt bjóði upp á niðurgreidda ferðaávísun hjá Fjallafjöri og skelltu þér með í skemmtilega ferð á hagkvæmu verði!

Dagskrá ferðarinnar

Dagur 1

Lagt verður af stað frá Reykjavík klukkan 7:00 að Landmannalaugum þar sem gangan hefst. Gengið er um Hrafntinnusker að Álftavatni um margar af helstu perlum ferðarinnar. Tekið verður á móti hópnum með kvöldhressingu og heitu grilli.

Áætluð vegalengd: 24 km.

Áætluð hækkun: 600m.

dagur 2

Morgunverður er á milli klukkan 8 og 9.  Gengið er frá farangri og honum komið fyrir í trússbíl fyrir klukkan 9:45.  Gangan hefst klukkan 10:00.  Gengið verður frá Álftavatni í Emstrur. Grillið heitt!

Áætluð vegalengd: 16 km.

Áætluð hækkun: 200m.

dagur 3

Morgunverður er á milli 8 og 9. Gengið er frá farangri og honum komið fyrir í trússbíl fyrir klukkan 9:45.  Gangan hefst klukkan 10:00.  Gengið verður frá Emstrum í Langadal þar sem rúta bíður okkar.

Áætluð vegalengd: 16 km.

Áætluð hækkun: 330 m.

Frávik

Í langri ferð sem þessari er margt sem getur haft áhrif á dagskrá og tímasetningar.  Því ber að líta á tímasetningar sem viðmið.  

Undirbúningsfundur

Undirbúningsfundur fyrir þátttakendur er haldinn um viku fyrir brottför.  Dagsetning auglýst síðar.

Fararstjórar ferðarinnar

Leyfi frá Ferðamálastofu

Hóparnir okkar

Tenglar

Hafa samband

Ferðamálastofa hefur úthlutað Hugsjón ehf. leyfisnúmer 2021-27 sem ferðasali dagsferða og ferðaskrifstofuleyfi númer 2021-036.

Leyfi Ferðamálastofu
Leyfi Ferðamálastofu
covid approved
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Fjallafjör

455705-removebg-preview.png

497-0090

1442912-removebg-preview.png

Hópar

mail-simple-icon-white-mail-icon-black-circle-vector-illustration-stock-image_797523-1729-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Ferðir og námskeið

circle_location-512-removebg-preview.png

Ásvellir 1, Grindavík

1442912-removebg-preview.png

Fjörskyldan

1442912-removebg-preview.png

Gagnlegar upplýsingar

 © 2021 FJALLAFJÖR​, Sími: 497 0090 Hugsjón ehf. kt. 430621-2620 Laxabakki 9, 800 Selfoss. Endurritun óheimil nema með leyfi.

bottom of page