

Laugavegur 2025
Gisting, rúta, morgunverður & trúss
Fjallafjör býður upp á skemmtilega ferð um Laugaveginn dagana 11. - 13. júlí 2025. Fararstjórn, gisting, morgunverður, trúss og rúta innifalið.
Viltu bóka sérferð? Sendu okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is!
Verð með tjaldgistingu: 84.900
Áhugasöm um skálagistingu er bent á að hafa samband við Ferðafélag Íslands.
Laugavegurinn er einstök gönguleið á heimsmælikvarða og hefur ótal sinnum verið valin á meðal fallegustu gönguleiða í heimi - og ekki að ástæðulausu!
Við hefjum göngu í Landmannalaugum og ljúkum henni í Langadal í Þórsmörk - gistum í Álftavatni og Emstrum og innifalið í þátttökugjaldinu er fararstjórn, rúta, trúss, morgunverður og tjaldgisting.
Athugaðu hvort stéttarfélagið þitt bjóði upp á niðurgreidda ferðaávísun hjá Fjallafjöri og skelltu þér með í skemmtilega ferð á hagkvæmu verði!
Dagskrá ferðarinnar
Dagur 1
Lagt verður af stað frá Reykjavík klukkan 7:00 að Landmannalaugum þar sem gangan hefst. Gengið er um Hrafntinnusker að Álftavatni um margar af helstu perlum ferðarinnar. Tekið verður á móti hópnum með kvöldhressingu og heitu grilli.
Áætluð vegalengd: 24 km.
Áætluð hækkun: 600m.
dagur 2
Morgunverður er á milli klukkan 8 og 9. Gengið er frá farangri og honum komið fyrir í trússbíl fyrir klukkan 9:45. Gangan hefst klukkan 10:00. Gengið verður frá Álftavatni í Emstrur. Grillið heitt!
Áætluð vegalengd: 16 km.
Áætluð hækkun: 200m.
dagur 3
Morgunverður er á milli 8 og 9. Gengið er frá farangri og honum komið fyrir í trússbíl fyrir klukkan 9:45. Gangan hefst klukkan 10:00. Gengið verður frá Emstrum í Langadal þar sem rúta bíður okkar.
Áætluð vegalengd: 16 km.
Áætluð hækkun: 330 m.
Frávik
Í langri ferð sem þessari er margt sem getur haft áhrif á dagskrá og tímasetningar. Því ber að líta á tímasetningar sem viðmið.
Undirbúningsfundur
Undirbúningsfundur fyrir þátttakendur er haldinn um viku fyrir brottför. Dagsetning auglýst síðar.