

Námskeið
Rötun, gps, kort & áttaviti
Fjallafjör býður upp á 12 stunda námskeið í rötun og notkun GPS tækja. Námskeiðið samanstendur af tveimur bóklegum hlutum og einum verklegum útivið.
Námskeiðið kostar 29.900 krónur.
Hægt er að skipta greiðslum án kostnaðar og athugið að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs.
Dagskrá námskeiðisins
Næsta námskeið er 20., 22. og 23. mars 2023 og bókleg kennsla fer fram á tveimur kvöldum í Hafnarfirði milli klukkan 18 og 21. Bókleg kennsla er inni í fundarrými í Hafnarfirði og verkleg útiæfing er í útjaðri höfuðborgarinnar, nánari staðsetning og fyrirkomulag er kynnt á námskeiðinu.
Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði í rötun, notkun áttavita, allar helstu stillingar og notkunarmöguleika GPS staðsetningartækja, notkun Basecamp og kortalestur þar sem m.a. verður horft á stefnur, staðsetningar og vegalengdir auk þess sem gögn eru unnin af kortum og skráð í tækin. Þá verður kennt hvernig gögn á tölvutæku formi eru flutt í og úr tæki og hvernig hægt er að vinna með GPS gögn í tölvu.
Þátttakendur þurfa að hafa GPS tæki og áttavita meðferðis.