Compass & Map

Námskeið
Rötun, gps, kort & áttaviti

Fjallafjör býður upp á 12 stunda námskeið í rötun og notkun GPS tækja.  Námskeiðið samanstendur af tveimur bóklegum hlutum og einum verklegum en misjafnt er hvort bóklegu hlutarnir séu kenndir á tveimur kvöldum eða einum kennsludegi.

Athugið að bókleg kennsla fer fram í rúmgóðum sal og hámarksfjöldi þátttakenda eru einungis 15 þátttakendur

​Námskeiðið kostar 24.900 krónur.

Hægt er að skipta greiðslum án kostnaðar og athugið að sum stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs.

Dagskrá námskeiðisins

Næsta námskeið er 21. og 24. maí 2022 og bókleg kennsla fer fram á einum degi.  Bókleg kennsla fer fram í sal Íþrótta- og ólympíusambands Íslands í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.  Verkleg útiæfing er í útjaðri höfuðborgarinnar, nánari staðsetning er kynnt á námskeiðinu.

Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði í rötun, notkun áttavita, allar helstu stillingar og notkunarmöguleika GPS staðsetningartækja, notkun Basecamp og kortalestur þar sem m.a. verður horft á stefnur, staðsetningar og vegalengdir auk þess sem gögn eru unnin af kortum og skráð í tækin.  Þá verður kennt hvernig gögn á tölvutæku formi eru flutt í og úr tæki og hvernig hægt er að vinna með GPS gögn í tölvu.

Verkleg útiæfing þar sem þátttakendur nýta efni námskeiðisins í raunverulegum aðstæðum fer fram í myrkri.

Þátttakendur þurfa að hafa GPS tæki og áttavita meðferðis.

Leiðbeinandi námskeiðisins

Einar Eysteinsson er leiðbeinandi á námskeiðinu.  Einar er kennari, björgunarsveitarmaður og hefur kennt GPS námskeið í yfir 10 ár - bæði við Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Tækniskólann.