top of page
Compass & Map

Næsta námskeið á höfuðborgarsvæðinu er:
19. febrúar
22. febrúar
26. febrúar

Rötunarnámskeið Fjallafjörs

Rötun og hagnýt notkun GPS tækja

Fjallafjör býður upp á nýtt og endurbætt 12 klukkustunda námskeið í rötun og notkun GPS tækja. Á námskeiðinu læra nemendur grunnatriði í notkun áttavita og kortalestri en megináherslan er á praktíska notkun GPS tækja. Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta unnið með og flutt ferla í gps tæki sín og notað tækin sér til gagns.

​Námskeiðið kostar 29.900 krónur.

Hægt er að skipta greiðslum án kostnaðar og athugið að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs.

Efni námskeiðisins

Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði í rötun, notkun áttavita, allar helstu stillingar og notkunarmöguleika GPS staðsetningartækja, notkun hentugra forrita og kortalestur þar sem m.a. verður horft á stefnur, staðsetningar og vegalengdir auk þess sem gögn eru unnin af kortum og skráð í tækin.  Þá verður kennt hvernig gögn á tölvutæku formi eru flutt í og úr tæki og hvernig hægt er að vinna með GPS gögn í tölvu. Kennslutími er á milli 17 og 21.

Hámarksfjöldi nemenda: 12

Á meðal efnisþátta námskeiðisins eru:

-Grunnatriði rötunar

-Kortalestur

-Stefnur og notkun áttavita

-GPS tækið, helstu stillingar og valmyndir

-Ferlar - vinnsla og notkun

-Tölvuvinnsla, tengingar og helstu forrit

-Verklegar æfingar

Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta notað GPS tæki og ferla til þess að ferðast eftir.

Þátttakendur þurfa að hafa GPS tæki og áttavita meðferðis - við mælum með Garmin GPSMAP 62 eða nýrri.

Leiðbeinandi námskeiðisins

Guðmundur S.

Leiðbeinandi námskeiðisins er Guðmundur Örn Sverrisson. Guðmundur hefur yfirgripsmikla reynslu af notkun GPS tækja en hann heldur til fjalla oft í viku sem fararstjóri hjá Fjallafjöri - ávallt með tvö gps tæki meðferðis. Guðmundur hefur reynslu af kennslu á háskóla- og framhaldsskólastigi og kennir  útivistar- og rötunartengda áfanga við símenntunarmiðstöðvar.

bottom of page