IMG_4175.jpeg

Keilir

Keilishópur Fjallafjörs hentar byrjendum og lengra komnum í fjölbreyttri og spennandi dagskrá sem spannar heilt starfsár - frá ágúst 2021 fram í júní 2022.  Nokkur stígandi er í dagskránni sem miðar að þeim sem eru skemur á veg komin í fjallgöngum og útivist þó vissulega séu krefjandi ferðir á dagskrá.  Við hvetjum byrjendur til þess að taka þátt í Keilishópnum og fara á byrjendanámskeið Fjallafjörs sem hefst í september 2021 en byrjendanámskeiðinnu fylgir 5.000 krónu inneign í gönguhópa Fjallafjörs.

Hægt er að skipta greiðslum án kostnaðar og athugið að sum stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs.

 

Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.

Dagskrá keilishópsins

Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og ætti að heilla bæði byrjendur og lengra komna.  Athugið að þó gráðun ferðanna sé 1-2 er erfiðleikastig ferðanna mjög vítt og finna má dagsferðir frá 10 kílómetrum upp í 20 kílómetra og kvöldferðir með þónokkurri hækkun.  Því má segja að hópurinn henti þeim sem geta hreyft sig með góðu móti og tekist á við fjölbreyttar gönguleiðir á fjöllum.  Óskir þú eftir nánari upplýsingum um Keilishópinn hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Dagskrá getur tekið breytingum m.t.t. veðurs, utanaðkomandi þátta og óviðráðanlegra aðstæðna.

Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.

Fararstjórar Keilishópsins