Phone Camera

Myndatökur
með farsímum

Fjallafjör býður upp á hnitmiðað námskeið um ljósmyndun með notkun farsíma.  Um þrjú skipti er að ræða þar sem þátttakendur læra grunnatriði í ljósmyndun á borð við myndbyggingu, lýsingu, ljósop og lokahraða.  Sérstök áhersla er lögð á ljósmyndun með notkun farsíma og helstu stillingar á myndavélum farsíma eru gerð góð skil, hvort heldur sem um iOS eða Android stýrikerfi er að ræða.

​Þátttakendur á námskeiðinu hittast þrisvar, þar af einu sinni í hálfsdagsferð þar sem þátttakendum gefst kostur á að taka fallegar náttúrumyndir undir leiðsögn og fararstjórn leiðbeinenda námskeiðisins.

Skráning hefst í janúar 2022.

245674524_388571039604842_6313166566924485555_n
IMG_4175_edited
246505520_921437562125471_1377697992239996572_n
IMG_5577
247315398_3020355688248890_8701440536122095816_n
248493381_263380769072561_9032532327670262394_n
245095988_205556348350349_8681363627486578212_n
IMG_2380
245325757_246876597499409_4491626395526414498_n
DSCN5120
DSCN5849
158220618_210980280778041_7333411850055407073_n
96293246_634902773730351_787102630152241152_n
IMG_4169
169562107_787395388863168_1272874842861431347_n
180661562_820356602218286_5259617163835522026_n
IMG_5607
245833646_2254253388049679_3452401792549991158_n
118919039_3224567240954104_3785527477452116221_n
182070827_3566803713545812_1805294464004566229_n

Farsímamyndir eftir leiðbeinendur

Um leiðbeinendur

Bent Marinósson er margreyndur ljósmyndari með mikla reynslu af vefhönnun, markaðs- og auglýsingamálum auk þess að vera ÍAK einkaþjálfari.  Bent hefur mikla ástríðu fyrir náttúruljósmyndun, útivist og að njóta alls þess sem íslensk náttúra hefur uppá að bjóða en færri vita að hann lagði einnig stund á nám í garðyrkjufræðum í Garðyrkjuskóla ríksinsins.

Guðmundur er fararstjóri Fjallafjörs og leiðir hálfsdagsferð þar sem þátttakendur taka myndir undir handleiðslu Bents.

 

Óskir þú eftir nánari upplýsingum um námskeiðið hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Dagskrá getur tekið breytingum m.t.t. veðurs, utanaðkomandi þátta og óviðráðanlegra aðstæðna.

Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.

Fararstjórar námskeiðisins