top of page
Vatnaleiðin

Vatnaleiðin
Gisting, rúta & trúss

Fjallafjör býður upp á skemmtilega ferð um Vatnaleiðina.  Fararstjórn, gisting, trúss og akstur að upphafsstað innifalið.

Fjallafjör býður upp á ferð um Vatnaleiðina 16. - 18. ágúst 2024.

Viltu bóka sérferð? Sendu okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is!

Verð í skála: 54.900

Verð í tjaldi: 46.900

Vatnaleiðin er ákaflega falleg gönguleið milli nokkurra vatna á Snæfellsnesi.  Ferð okkar hefst í landi Hallkelsstaðahlíðar, við Hlíðarvatn, og er gengið inn Hellisdal og niður Klifsdal að Hítarvatni að kvöldi fyrsta göngudags.  Á öðrum göngudegi er gengið um Hólmshraun framhjá Hólmi, Rauðukúlu og Rauðukúlum, inn Þórarinsdal, yfir Gvendarskarð og niður Hafradal að Langavatni.  Langavatnsdalur genginn austan megin við Langavatn að Torfhvalastöðum.  Á þriðja og síðasta göngudeginum er gengið yfir Beilárheiði framhjá Vikravatni að Hreðavatni þar sem rúta sækir hópinn og ekur í bílana.

Athugaðu hvort stéttarfélagið þitt bjóði upp á niðurgreidda ferðaávísun hjá Fjallafjöri og skelltu þér með í skemmtilega ferð á hagkvæmu verði!

Dagskrá ferðarinnar

Dagur 1

Lagt verður af stað frá Reykjavík klukkan 12:00 að Hallkelsstaðahlíð þar sem gangan hefst og bílar eru geymdir yfir helgina.

Komið verður að Hítarvatni um 20 eftir 12-13 km göngu (vegalengd og tímasetning fer eftir vatnsmagni í Hlíðarvatni) þar sem þátttakendur koma sér fyrir á náttstað og boðið verður upp á kvöldhressingu.

dagur 2

Morgunverður er á milli klukkan 8 og 9.  Gengið er frá farangri og honum komið fyrir í trússbíl fyrir klukkan 9:45.  Gangan hefst klukkan 10:00.  Komið verður að Torfhvalastöðum um kvöldmatarleytið eftir um 23 km göngu.  Þátttakendur koma sér fyrir á náttstað á meðan grillin eru hituð og að kvöldi verður sungið!

dagur 3

Morgunverður er á milli 8 og 9. Gengið er frá farangri og honum komið fyrir í trússbíl fyrir klukkan 9:45.  Gangan hefst klukkan 10:00.  Komið verður að Hreðavatni um seinnipart dags þar sem rúta bíður hópsins og ekur að Hlíðarvatni þar sem ferðinni lýkur formlega milli sex og sjö að kvöldi. Vegalengd um 17 km.

Frávik

Í langri helgarferð sem þessari er margt sem getur haft áhrif á dagskrá og tímasetningar.  Því ber að líta á tímasetningar sem viðmið.  

Undirbúningsfundur

Undirbúningsfundur fyrir þátttakendur er haldinn um viku fyrir brottför.  Dagsetning auglýst síðar.

Gisting

Skálarnir sem gist er í eru svokölluð fjallhús, en svo nefnast gangnamannaskálar Mýramanna. Vatnssalerni er í báðum skálum en lítið er um nútímaþægindi - enda eru þetta fjallhús :)

Þátttakendum í tjöldum er velkomið að nota skálana til eldamennsku, skjóls, til að geyma farangur og þess háttar, kjósi þau svo.

Fararstjórar ferðarinnar

bottom of page