Sumar 2025
- Fjallafjör
- Mar 18
- 2 min read
Updated: Mar 19
Ferðasumarið 2025 nálgast óðum og þegar eru nokkrar ferðir Fjallafjörs fullbókaðar. Við erum þó hvergi nærri hætt og fullt af fjöri í boði!

Grænihryggur

Eins og fyrri ár bjóðum við upp á dagsferð að Grænahrygg og förum um Halldórsgil. Hryggurinn er verðugur áfangastaður en gangan að honum og frá er ekki síður gefandi og gleðjandi fyrir augu, sál og líkama! Við sameinumst í bíla, deilum eldsneytiskostnaði og njótum dagsins saman að Fjallabaki. Þátttökugjald eru einungis 11.900 krónur. Skoða nánar
Augað

Við bjóðum upp á ferðir að uppsprettu Rauðfossakvíslar - Auganu - en það er þægileg ferð, um 10 km. og 300 m. hækkun. Við verðum með fjölskylduferð í júlí og hefðbundna ferð í ágúst samhliða ferðinni að Grænahrygg. Ferðin kostar 11.900 - sameinast er í bíla - en við bjóðum báðar ferðir, Augað og Grænihryggur saman, fyrir einungis 19.900 og er það óbreytt verð á milli ára. Skoða nánar

Langisjór
Já - þið lásuð rétt! Við bjóðum upp á trússaða ferð umhverfis Langasjó. Skráning hefst föstudaginn 21. mars og hér verða ekki mörg pláss í boði. Auk þess að ganga umhverfis Langasjó verður gengið á hinn magnaða Sveinstind og boðið upp á létta hressingargöngu í Hólaskjóli á leið að náttstað. Það verður ekki bara fjör - minningarnar sem skapaðar verða í þessari ferð munu fylgja þátttakendum um ókomna tíð!
Hálendisrúta frá Hólaskjóli, trúss, leiðsögn og ógleymanleg upplifun - 84.900 krónur. Skoða nánar

Sprengisandur - RAFHJÓL
Í ágúst förum við í fimm daga ferð um Sprengisand á rafhjólum. Þetta er ferð ferðanna í ár með miklu inniföldu - gist er í tjöldum, trúss, rafhleðsla, matur (tjékkaðu matseðilinn!) og flutningur hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur er innifalið.
Verð: 199.900 Skoða nánar
Fimmvörðuháls

Göngu yfir Fimmvörðuháls þarf vart að kynna fyrir útivistarfólki - og þó væri farið út fyrir landsteinana því leiðin, ásamt Laugavegi, hefur ítrekað lent á lista yfir bestu gönguleiðir heims - og ekki að ástæðu lausu! Iðagrænar brekkur, ótal fossar, eldfjöll, útsýni yfir Fjallabak, Tindfjöll, hafið og Þórsmörkina - allt á meðan gengið er á milli jökla! Verð með rútu, leiðsögn, trússi, grillveislu og tjaldsvæði er einungis 49.900 krónur! Skoða nánar

Laugavegur
Laugavegsferðin okkar í júlí seldist upp á mettíma. Við leggjum nú lokahönd á aukaferð í ágúst með sama fyrirkomulagi og áður. Þrír göngudagar, örugg leiðsögn, trúss, rúta og morgunverður. Verð: 84.900 - fylgstu með þegar við opnum fyrir skráningu! Skoða nánar
Þetta er aðeins brot af því sem við getum boðið þér. Vertu í sambandi við okkur ef þú vilt sérferð fyrir þinn vinahóp - fjallafjor@fjallafjor.is
Comments