top of page

Sumar 2025

Updated: Mar 19

Ferðasumarið 2025 nálgast óðum og þegar eru nokkrar ferðir Fjallafjörs fullbókaðar. Við erum þó hvergi nærri hætt og fullt af fjöri í boði!



Grænihryggur

Grænihryggur bíður þín!
Grænihryggur bíður þín!

Eins og fyrri ár bjóðum við upp á dagsferð að Grænahrygg og förum um Halldórsgil. Hryggurinn er verðugur áfangastaður en gangan að honum og frá er ekki síður gefandi og gleðjandi fyrir augu, sál og líkama! Við sameinumst í bíla, deilum eldsneytiskostnaði og njótum dagsins saman að Fjallabaki. Þátttökugjald eru einungis 11.900 krónur. Skoða nánar


Augað

Það er ekki að ástæðulausu sem uppsprettan er kölluð "Augað"
Það er ekki að ástæðulausu sem uppsprettan er kölluð "Augað"

Við bjóðum upp á ferðir að uppsprettu Rauðfossakvíslar - Auganu - en það er þægileg ferð, um 10 km. og 300 m. hækkun. Við verðum með fjölskylduferð í júlí og hefðbundna ferð í ágúst samhliða ferðinni að Grænahrygg. Ferðin kostar 11.900 - sameinast er í bíla - en við bjóðum báðar ferðir, Augað og Grænihryggur saman, fyrir einungis 19.900 og er það óbreytt verð á milli ára. Skoða nánar



Langisjór

Já - þið lásuð rétt! Við bjóðum upp á trússaða ferð umhverfis Langasjó. Skráning hefst föstudaginn 21. mars og hér verða ekki mörg pláss í boði. Auk þess að ganga umhverfis Langasjó verður gengið á hinn magnaða Sveinstind og boðið upp á létta hressingargöngu í Hólaskjóli á leið að náttstað. Það verður ekki bara fjör - minningarnar sem skapaðar verða í þessari ferð munu fylgja þátttakendum um ókomna tíð!

Hálendisrúta frá Hólaskjóli, trúss, leiðsögn og ógleymanleg upplifun - 84.900 krónur. Skoða nánar


Sprengisandur - RAFHJÓL

Í ágúst förum við í fimm daga ferð um Sprengisand á rafhjólum. Þetta er ferð ferðanna í ár með miklu inniföldu - gist er í tjöldum, trúss, rafhleðsla, matur (tjékkaðu matseðilinn!) og flutningur hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur er innifalið.

Verð: 199.900 Skoða nánar


Fimmvörðuháls

Göngu yfir Fimmvörðuháls þarf vart að kynna fyrir útivistarfólki - og þó væri farið út fyrir landsteinana því leiðin, ásamt Laugavegi, hefur ítrekað lent á lista yfir bestu gönguleiðir heims - og ekki að ástæðu lausu! Iðagrænar brekkur, ótal fossar, eldfjöll, útsýni yfir Fjallabak, Tindfjöll, hafið og Þórsmörkina - allt á meðan gengið er á milli jökla! Verð með rútu, leiðsögn, trússi, grillveislu og tjaldsvæði er einungis 49.900 krónur! Skoða nánar



Laugavegur

Laugavegsferðin okkar í júlí seldist upp á mettíma. Við leggjum nú lokahönd á aukaferð í ágúst með sama fyrirkomulagi og áður. Þrír göngudagar, örugg leiðsögn, trúss, rúta og morgunverður. Verð: 84.900 - fylgstu með þegar við opnum fyrir skráningu! Skoða nánar



Þetta er aðeins brot af því sem við getum boðið þér. Vertu í sambandi við okkur ef þú vilt sérferð fyrir þinn vinahóp - fjallafjor@fjallafjor.is

 
 
 

Comments


Commenting on this post isn't available anymore. Contact the site owner for more info.

Leyfi frá Ferðamálastofu

Hóparnir okkar

Tenglar

Hafa samband

Ferðamálastofa hefur úthlutað Hugsjón ehf. leyfisnúmer 2021-27 sem ferðasali dagsferða og ferðaskrifstofuleyfi númer 2021-036.

Leyfi Ferðamálastofu
Leyfi Ferðamálastofu
covid approved
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Fjallafjör

455705-removebg-preview.png

497-0090

1442912-removebg-preview.png

Hópar

mail-simple-icon-white-mail-icon-black-circle-vector-illustration-stock-image_797523-1729-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Ferðir og námskeið

circle_location-512-removebg-preview.png

Ásvellir 1, Grindavík

1442912-removebg-preview.png

Fjörskyldan

1442912-removebg-preview.png

Gagnlegar upplýsingar

 © 2021 FJALLAFJÖR​, Sími: 497 0090 Hugsjón ehf. kt. 430621-2620 Laxabakki 9, 800 Selfoss. Endurritun óheimil nema með leyfi.

bottom of page