top of page
Fjallafjör

Fjallgöngunámskeið

Fjallgöngunámskeið Fjallafjörs er yfirgripsmikið námskeið þar sem þátttakendur fá haldgóða leiðsögn og fjölbreytta fræðslu um fjölmargt sem snýr að fjallgöngum og ferðamennsku, þ.m.t. undirbúningi, búnaði, öryggi, næringu, leiðarval, kortalestur og túlkun veðurspáa - svo eitthvað sé nefnt.

Þátttakendur á námskeiðinu fá að auki 7.000 krónu gjafabréf sem gildir fyrir skráningu í gönguhópa Fjallafjörs. Hægt er að skipta greiðslum án kostnaðar og athugið að flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs auk þess að selja niðurgreiddar ferðaávísanir sem hægt er að nota hjá Fjallafjöri.

Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.

Dagskrá námskeiðsins

Dagskráin hentar bæði byrjendum í fjallgöngum og útivist sem og lengra komnum sem vilja auka þekkingu sína og færni.  Hún er þétt, fjölbreytt og  yfirgripsmikil og að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að búa yfir haldbærri þekkingu til að stunda útivist og fjallgöngur.  Á fræðslukvöldum er m.a. fjallað um fatnað, búnað, næringu, undirbúning, bakpokann, fótaburð, sjúkrabúnað, skóreimingar, öryggismál, veðurspár, ávinning útivistar og margt fleira. Í kvöld- og dagsferðum fá þátttakendur praktíska þjálfun og reynslu og mikil áhersla er lögð á að reynslumiðaðan lærdóm.

Brottför í kvöldferðum er klukkan 18:00, í dagsferðum allajafna klukkan 9:00 og fræðslukvöld eru milli klukkan 18 og 22:00.

Námskeiðið samanstendur af 12 viðburðum, þ.e. 3 fræðslukvöldum, 2 dagsferðum og 7 kvöldferðum.  Þátttakendur fá einnig 7.000 krónu inneign í gönguhópa Fjallafjörs og Fjallabókina eftir Jón Gauta Jónsson.

Verð: 44.900

Fjallabókin

Undirbúningsfundur

Allir hópar Fjallafjörs hefjast með undirbúningsfundi þar sem farið er yfir öryggismál, fatnað, búnað, næringu, fyrirkomulag dagskrárinnar og ferðanna sem og ýmis praktísk atriði.

Facebookhópur

Fjallafjör notar Facebookhópa til þess að bjóða í ferðir, á viðburði, miðla upplýsingum og þess háttar. Við hvetjum þátttakendur til þess að deila myndum og minningum úr ferðum í hópunum.

afslættir

Þátttakendur í Fjallafjöri fá afslætti hjá ýmsum verslunum. Skoðaðu afsláttarkjörin, sæktu þátttakendaskírteini í símann þinn og njóttu betri kjara.

Við fyrir þig

Fararstjórar Fjallafjörs eru boðnir og búnir til að aðstoða þátttakendur í hvívetna, hvort sem viðkemur notkun á búnaði, vali á dagskrá eða hverskonar ráðgjöf er varðar útivist og fjallgöngur.  Hafði samband milli 9 og 17 virka daga eða ræddu við fararstjórann þinn í næstu ferð.

Leiðbeinandi námskeiðisins

Leiðbeinandi námskeiðisins er Guðmundur en hann hefur yfirgripsmikla reynslu af fjallgöngum og fjölbreyttri útivist og hefur fylgt fjölmörgum fyrstu skrefin í fjallamennsku.  Guðmundur kennir auk þess útivist og fjallgöngur á framhaldsskólastigi.

bottom of page