IMG_4175.jpeg

Byrjenda-námskeið

Byrjendanámskeið Fjallafjörs er frábær leið til að koma sér uppúr sófanum og fá haldgóða leiðsögn og fjölbreytta fræðslu um fjölmargt sem snýr að fjallgöngum og ferðamennsku, þ.m.t. undirbúningi, búnaði, öryggi, næringu, þjálfun og leiðarvali - svo eitthvað sé nefnt.

Þátttakendur á byrjendanámskeiðinu fá að auki 5.000 krónu gjafabréf sem gildir fyrir skráningu í gönguhópa Fjallafjörs. Hægt er að skipta greiðslum án kostnaðar og athugið að sum stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs.

Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.

Dagskrá námskeiðisins

Dagskráin er sniðin að byrjendum í fjallgöngum og útivist.  Hún er þétt, fjölbreytt og  yfirgripsmikil og að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að búa yfir haldbærri þekkingu til að stunda útivist og fjallgöngur.  Á fræðslukvöldum er m.a. fjallað um fatnað, búnað, næringu, undirbúning, líkamlega þætti, bakpokann, líkamsbeitingu, sjúkrabúnað, skóreimingar, öryggismál, veðurspár, ávinning útivistar og margt fleira. Í kvöld- og dagsferðum fá þátttakendur praktíska þjálfun og reynslu og á þrekæfingum fá þátttakendur leiðsögn sjúkraþjálfara og fararstjóra um ýmis atriði er snúa að þjálfun styrks og þols, upphitunar, teygjur og endurheimt.

Brottför í kvöldferðum er klukkan 18:00, í dagsferðum klukkan 9:30 og fræðslukvöld eru milli klukkan 19 og 22:00.

Þátttakendur fá einnig 5.000 krónu inneign í gönguhópa Fjallafjörs og Fjallabókina eftir Jón Gauta Jónsson að gjöf.

Fararstjórar námskeiðisins