top of page

Greiðsluleiðir

Það skiptir okkur máli að flest geti tekið þátt í ferðum Fjallafjörs.  Við bjóðum upp á nokkra greiðslumöguleika og á þessari síðu eru þeim gerð skil.

Online payment for shopping on e-commerce platforms

Kortagreiðslur

Hægt er að greiða með öllum helstu kredit- og debetkortum í gegnum vefsíðu Fjallafjörs.

Til þess að greiða með korti velur þú "Rapyd payments" í greiðsluferlinu.

Apple Pay

Hægt er að greiða með Apple Pay í gegnum vefsíðu Fjallafjörs ef tækið sem þú notar til að skrá þig styður það.  Til þess að greiða með Apple Pay velur þú "Rapyd Payments" og smellir á merki Apple Pay á greiðslusíðunni.

apple pay
Freelancer

Millifærslur

Hægt er að millifæra greiðslur á bankareikning Hugsjónar ehf. sem á og rekur Fjallafjör.  

Til þess að greiða með millifærslu hefur þú samband við með tölvupósti á fjallafjor@fjallafjor.is og færð uppgefnar bankaupplýsingar til þess að millifæra.  

Ferðaávísun stéttarfélaga

Flest stéttarfélög selja niðurgreiddar ferðaávísanir sem hægt er að nota til að greiða fyrir allar ferðir og gönguhópa hjá Fjallafjöri í gegnum orlofsvefina sína.  Athugaðu hvort þitt stéttarfélag bjóði upp á slíkt - skráðu þig inn á orlofsvefinn, veldu ferðaávísun og fjárhæð ávísunarinnar og gakktu frá greiðslu hennar með niðurgreiðslu í gegnum orlofsvef þíns stéttarfélags.

Til þess að greiða með ferðaávísun sendir þú okkur tölvupóst á fjallafjor@fjallafjor.is með upplýsingum um að þú ætlir að nota ferðaávísun.  

Ferðaávísun
Calculator

greiðsludreifing

Hægt er að skipta greiðslum án kostnaðar.

Fyrsta greiðslan þarf þó að nema staðfestingargjaldi (25%) en við erum sveigjanleg varðandi eftirstöðvarnar.

Til þess að greiða með greiðsludreifingu hefur þú samband við okkur með tölvupósti á fjallafjor@fjallafjor.is

Þegar bókunin er gengin í gegn fyrr færðu staðfestingu í tölvupósti.

bottom of page