top of page
IMG_8495.heic

Skref í rétta átt

Hugsjón ehf. vinnur að mótun sjálfbærnistefnu fyrir starfsemi sína.  Í huga okkar er slík stefna aldrei fullmótuð, í sífelldri endurskoðun og ávallt má gera betur.  Við höfum tekið nokkur skref í átt sjálfbærni og leitum tækifæra til að auka framlag okkar í þágu samfélagsins.​Hér eru nokkur dæmi um aðgerðir sem við höfum gripið til á vegferð okkar:

Útblástur

Við gerum ígrundaðar áætlanir um útblástur sem starfsemi okkar veldur og erum í samstarfi við Kolvið um kolefnisbindingu.  Útblásturinn tekur mið af ferðum okkar í rútu, ferðum þátttakenda á eigin bifreiðum, undirbúningsferðir, raforkunotkun og úrgangi.

Rafhlöður

Talsverð rafhlöðunotkun fylgir starfi Fjallafjörs.  Hugsjón ehf. útvegar starfsfólki og verktökum endurhlaðanlegar rafhlöður og sér um endurhleðslu þeirra með 100% endurnýjanlegri raforku sem hlotið hefur Græna ljósið hjá Orkusölunni.  Með þessu sparast á bilinu á annað þúsund rafhlöður árlega en hver endurhlaðanleg rafhlaða endist í 3-400 skipti.

Útblástur

Fararstjórar Fjallafjörs leggja sig fram um að fræða þátttakendur um náttúruumgengni í ferðum Fjallafjörs.

Góðgerðagöngur

Fjallafjör skipuleggur góðgerðagöngur í samvinnu við forsvarsmenn valinna málefna.  Ágóði af slíkum ferðum rennur þá óskiptur til viðkomandi samstarfsaðila hverju sinni.

Fjallafjörsjakkar

Fjallafjör útvegar starfsfólki og verktökum jakka til afnota í ferðum Fjallafjörs.  Jakkarnir eru frá Fusion og eru bæði OEKO-TEX og Bluesign vottaðir.  Þátttakendum gefst einnig kostur á að kaupa slíka jakka án álagningar af hálfu Hugsjónar ehf.

Í sátt við samfélagið

Við leggjum okkur fram um að starfa í góðri sátt við samfélagið.  Í því samhengi gerum við okkar besta í að taka tillit til aðstæðna og heimamanna hverju sinni.

Ert þú með hugmynd?

Við viljum gera betur!  Ekki hika við að senda okkur póst ef þú ert með hugmynd um hvernig við getum aukið sjálfbærni í starfi Hugsjónar ehf. - Fjallafjörs

oeko-tex logo
Grænt ljós Orkusölunnar
Kolvidur-logo-alm-removebg-preview (1).png
bottom of page