

Hekla 2025-2026
Hekluhópur Fjallafjörs hentar þeim sem þegar hafa tekið sín fyrstu skref í fjallgöngum og útivist og eru tilbúin að takast á við lengri og meira krefjandi ferðir. Dagskráin hentar því lengra komnum í fjölbreyttri og spennandi dagskrá sem spannar heilt starfsár - frá ágúst 2025 fram í júní 2026 en athugið að ekki er um afrekshópa að ræða og að hópurinn gengur ekki í línum. Dagskránni lýkur með sumarleyfisferð um Hellismannaleið og er hún innifalin í þátttökugjaldi.
Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.
VERÐ: 89.900
Innifalið:
-Fararstjórn í 20 ferðum
-Helgarferð þar sem innifalið er:
-Leiðsögn
-Tjaldsvæði (þátttakendur geta bókað skála)
-Trúss
-Rúta í Landmannalaugar
-morgunverður og grillveisla

Dagskrá Hekluhópsins
Dagskráin samanstendur af 20 ferðum, kvöldferðum, dagsferðum og sumarleyfisferð um Hellismannaleið. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og erfiðleikastig ferðanna mjög vítt. Finna má styttri og lengri dagsferðir sem og einfaldari kvöldferðir í bland við kvöldferðir með þónokkurri hækkun. Því má segja að hópurinn henti þeim sem geta hreyft sig með góðu móti og tekist á við fjölbreyttar gönguleiðir, talsverðar vegalengdir og hækkanir á fjöllum. Óskir þú eftir nánari upplýsingum um Hekluhópinn hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is.
Hægt er að bera saman mismunandi hópa hér.
Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Dagskrá getur tekið breytingum m.t.t. veðurs, utanaðkomandi þátta og óviðráðanlegra aðstæðna.
Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.
Hvað er innifalið?
-Fararstjórn
-Lokaferð með tjaldgistingu, trússi, hálendisrútu og grillveislu á laugardegi
Viltu bóka skálagistingu í lokaferðinni?
Landmannahellir: info@landmannahellir.is
Áfangagil: afangagil@gmail.com

Hellismannaleið
Dagur 1
Landmannalaugar-Landmannahellir
Við sameinumst í bíla í bænum og ökum að Rjúpnavöllum en þangað er fólksbílafært. Við komum trússi fyrir í trússbíl og förum með rútu í Landmannalaugar. Gengið er um Laugahraun og Dómadal í Landmannahelli þar sem grillið bíður snarpheitt! Áætluð vegalengd: 18 km.
Dagur 3
Áfangagil - Rjúpnavellir
Morgunmatur, auka skammtur af kaffi og hreinir sokkar gera göngudaginn góðan! Gangan hefst um 9:30 og gengið er m.a. um Sölvahraun, með Ytri-Rangá og löngu myndastoppi við Fossabrekkur. Þegar komið er að Rjúpnavöllum verður stutt lokasamvera áður en við höldum heim á leið.
Áætluð vegalengd: 19 km.
Dagur 2
Landmannahellir-Áfangagil
Eftir morgunmat, kaffi og frágang hefst gangan um 9:30. Skemmtileg ganga framundan undir Herbjarnarfelli, yfir Lambafitjahraun og inn á Dyngjuleið.
Trúss, grillveisla og kvöldvaka bíður okkar í Áfangagili eftir góðan göngudag. Áætluð vegalengd: 21 km.
Innifalið
Gerið verðsamanburð!
Eftirfarandi er innifalið í ferðinni:
-Leiðsögn
-Rúta frá Rjúpnavöllum í Landmannalaugar
-Tjaldsvæði
-Trúss
-Morgunverður báða dagana
-Grillveisla á laugardegi

Hvaða hóp á ég að velja?

Hvernig get ég borgað fyrir ferðirnar?

Hvernig eru ferðirnar gráðaðar?
Undirbúningsfundur
Allir hópar Fjallafjörs hefjast með undirbúningsfundi þar sem farið er yfir öryggismál, fatnað, búnað, næringu, fyrirkomulag dagskrárinnar og ferðanna sem og ýmis praktísk atriði.
Facebookhópur
Fjallafjör notar Facebookhópa til þess að bjóða í ferðir, á viðburði, miðla upplýsingum og þess háttar. Við hvetjum þátttakendur til þess að deila myndum og minningum úr ferðum í hópunum.
afslættir
Þátttakendur í Fjallafjöri fá afslætti hjá ýmsum verslunum. Skoðaðu afsláttarkjörin, sæktu þátttakendaskírteini í símann þinn og njóttu betri kjara.
Við fyrir þig
Fararstjórar Fjallafjörs eru boðnir og búnir til að aðstoða þátttakendur í hvívetna, hvort sem viðkemur notkun á búnaði, vali á dagskrá eða hverskonar ráðgjöf er varðar útivist og fjallgöngur. Hafði samband milli 9 og 17 virka daga eða ræddu við fararstjórann þinn í næstu ferð!