IMG_5346_edited.jpg

Fjölskyldufjör

Fjölskyldufjör Fjallafjörs er vettvangur fyrir fjölskyldur af öllum gerðum, stærðum og samsetningum til að fara út að leika saman í náttúrunni.  Fjallafjör býður fjölskyldum upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir hagkvæmt verð.  Þátttökugjald er einungis 9.900 krónur fyrir hverja 12 mánuði og gildir fyrir alla fjölskylduna óháð barnafjölda - og amma og afi eru velkomin líka.  

Út að leika!

Almenn dagskrá Fjölskyldufjörs Fjallafjörs er fjölbreytt og tekur mið af árstíðum og veðurfari hverju sinni.  Ferðirnar eru allajafna þriðja sunnudag í mánuði klukkan 10:00 og eru á bilinu 2-4 klukkustundir nema annað sé tekið fram.  Meðal þess sem boðið verður uppá eru skógarferðir, ratleikir, ævintýraferðir, hjólaferðir, berjaferðir, einfaldar fjallgöngur, leikjaferðir, ýmsir könnunarleiðangrar og ekki má gleyma skemmtilegu jólaævintýri!  Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum og eru á ábyrgð forráðamanna.

Skoðaðu dagskrána hér á síðunni og skráðu fjölskylduna til leiks strax í dag!

Fjallafjör býður einnig upp á dagsferðir og lengri ferðir fyrir fjölskyldur sem ekki eru innifaldar í almennri dagskrá.  Fylgstu með á www.fjolskyldufjor.is!

Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.

Fararstjórar Fjölskyldufjörs