top of page

Sérhópar

Sérhópar Fjallafjörs henta m.a. fyrirtækjum, starfsmannafélögum og félagasamtökum sem vilja bjóða starfsmönnum eða félagsmönnum upp á skemmtilega gönguhópa.

Fjallafjör

Dagskrá

Fjallafjör getur boðið upp á fjölbreyttar dagskrár með misjöfnu erfiðleikastigi og á mismunandi verðbili eftir fjölda ferða og rútukostnaði.  Dagskrár innihalda undirbúningsfundi, dagsferðir og kvöldferðir en geta einnig innihaldið kynningarfund, fræðslukvöld og þrekæfingar.  Dags- og kvöldferðir geta að sama skapi verið af ýmsum toga - ekki bara fjallgöngur!

Hafið samband fyrir nánari upplýsingar, fjallafjor@fjallafjor.is

hvernig?

Fjallafjör setur saman dagskrá í samvinnu við þig, útvegar kynningarefni, sér um sölu og framkvæmd ferðanna.  Samstarfsaðili sér um að kynna dagskrána fyrir starfsfólki eða félagsmönnum með líflegum hætti.

Einfalt og skemmtilegt - ekki satt?

Guðmundur S.
Fjallafjör

Þjónustan

Fjallafjör býður fyrirtækjum og stofnunum upp á heildarþjónustu þegar kemur að utanumhaldi gönguhópa. Við höldum undirbúningsfund (rafrænan, á vinnustaðnum eða í sal á vegum Fjallafjörs), kynningarfund, höldum utanum hópa og samskipti á miðlum vinnustaðarins (s.s. Workplace, Slack o.s.frv.), sendum boð í ferðir og veitum þátttakendum ráðgjöf varðandi ferðamennsku ef á þarf að halda auk þess sem hópurinn fær sér vefsvæði á vefsíðu Fjallafjörs. Þátttakendur í sérhópum njóta sömu fríðinda og aðrir þátttakendur, fá þátttakendaskírteini, njóta afsláttarkjara hjá samstarfsfyrirtækjum, fá boð á afsláttarkvöld sem haldin eru á meðan dagskrá stendur o.þ.h.

Bjóddu starfsfólkinu þínu upp á skemmtilega, heilsusamlega og gefandi samveru með Fjallafjöri - vertu með!

bottom of page