Sérhópar

Sérhópar Fjallafjörs henta m.a. fyrirtækjum, starfsmannafélögum og félagasamtökum sem vilja bjóða starfsmönnum eða félagsmönnum upp á skemmtilega gönguhópa.

IMG_5577.JPG

Dagskrá

Fjallafjör getur boðið upp á fjölbreyttar dagskrár með misjöfnu erfiðleikastigi og á mismunandi verðbili eftir fjölda ferða og rútukostnaði.  Dagskrár innihalda undirbúningsfundi, dagsferðir og kvöldferðir en geta einnig innihaldið kynningarfund, fræðslukvöld og þrekæfingar.  Dags- og kvöldferðir geta að sama skapi verið af ýmsum toga - ekki bara fjallgöngur!

Hafið samband fyrir nánari upplýsingar, fjallafjor@fjallafjor.is

hvernig?

Fjallafjör setur saman dagskrá í samvinnu við þig, útvegar kynningarefni, sér um sölu og framkvæmd ferðanna.  Samstarfsaðili sér um að kynna dagskrána fyrir starfsfólki eða félagsmönnum með líflegum hætti.

Einfalt og skemmtilegt - ekki satt?

IMG_5563.JPG