brenna og gítar.jpg

Prjónaferð

Fjallafjör stendur fyrir prjónaferð í 28.-30. janúar 2022 undir yfirskriftinni "Kósíprjón í Lækjarbotnum".  Það má með sanni segja að stefnan sé tekin á kósíheit í notalegum skála rétt við borgarmörkin í bland við gönguferðir, morgunverðarhlaðborð, prjónastundir, kvöldvökur og grillveislur!

Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.

Dagskrá ferðarinnar

Lagt verður af stað frá Hádegismóum klukkan 18:30 og ekið að skátaskálanum í Lækjarbotnum.  Þátttakendur koma sér fyrir og hitað upp í grillum til afnota fyrir alla.  Kvöldsamvera hefst klukkan 20:30 og eftir hana er notaleg prjónastund fram eftir kvöldi.

 

Á laugardegi sigrum við morguninn, teygjum líkamann og teygum náttúruna.  Þá er boðið upp á morgunverðarhlaðborð og um 10 er lagt af stað í ljúfa gönguferð í Heiðmörk - nesti og prjónar koma að sjálfsögðu með.  Komið til baka um miðjan dag og frjáls tími er fram að myrkri.  Þá verður útisamprjón við varðeld áður en kveikt verður upp í grillum til afnota fyrir alla.  Kvöldvaka hefst klukkan 20:30.

 

Á sunnudegi verður ljúfleikinn í fyrirrúmi - ljúft morgunkaffi og rólegheit með prjónana og um 10 verður lagt í ljúfa göngu yfir Selfjall í Heiðarból.  Eftir gönguna er gengið frá skálanum og stutt lokasamvera í borðsal áður en haldið er heim á leið.

 

p.s. heklarar eru að sjálfsögðu velkomnir líka!

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Dagskrá getur tekið breytingum m.t.t. veðurs, utanaðkomandi þátta og óviðráðanlegra aðstæðna.

Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.

Fararstjórar ferðarinnar