Fjöldi gönguhópa, námskeiða og ferða verður í boði hjá Fjallafjöri á nýju ári. Smelltu á umfjöllun fyrir nánari upplýsingar.
Gönguhópar
Skráning er opin í fjóra gönguhópa Fjallafjörs, hver og einn með ólíku erfiðleikastigi.
Lágafell fer eina ferð í viku í 12 vikur og er áhersla lögð á rólegar láglendisgöngur og rúman göngutíma. Gráðun 1.
Meðalfell fer eina ferð í viku í 10 vikur og er dagskráin fjölbreytt með allt frá óverulegri hækkun upp í rúma 300 metra. Gráðun 1-2.
Katla býður nýja þátttakendur velkomna á vorönn en framundan eru 12 spennandi ferðir - þar af helgarferð í Þakgil! Gráðun 1-3.
Námskeið
Fjallafjör býður reglulega upp á námskeið af ýmsum toga.
Fjallgöngunámskeið Fjallafjörs er sex vikna námskeið þar sem þátttakendur kynnast útivist og fjallgöngum á fjölbreyttan hátt með ferðum, fræðslukvöldum og þjálfun.
Rötunarnámskeið Fjallafjörs er 12 stunda námskeið þar sem þátttakendur læra m.a. notkun GPS tækja, kortalestur, notkun áttavita en námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Ferðir
Fjallafjör býður upp á hellaferðir í Leiðarenda. Ekki er um fastar ferðir að ræða heldur eru tímasetningar ákvarðaðar í samkomulagi við þátttakendur. Notkun á öryggishjálmi og höfuðljósi er innifalin í þátttökugjaldi. Fjallafjör býður upp á jólagjafabréf fyrir tvo í Leiðarenda fyrir jólin 2022 með 12% afslætti.
Commenti