Skráning stendur yfir í fjölbreytta dagskrá 2023
Fjöldi gönguhópa, námskeiða og ferða verður í boði hjá Fjallafjöri á nýju ári. Smelltu á umfjöllun fyrir nánari upplýsingar.

Gönguhópar
Skráning er opin í fjóra gönguhópa Fjallafjörs, hver og einn með ólíku erfiðleikastigi.
Lágafell fer eina ferð í viku í 12 vikur og er áhersla lögð á rólegar láglendisgöngur og rúman göngutíma. Gráðun 1.
Skyggnir gengur 20 ferðir á árinu 2022, 9 dagsferðir og 11 kvöldferðir. Gráðun 1-2.
Katla býður nýja þátttakendur velkomna á vorönn en framundan eru 12 spennandi ferðir - þar af helgarferð í Þakgil! Gráðun 1-3.
Smelltu hér til að bera saman hópana okkar í töflu.
Námskeið
Fjallafjör býður reglulega upp á námskeið af ýmsum toga.
Ferðir
Fjallafjör býður upp á hellaferðir í Leiðarenda. Ekki er um fastar ferðir að ræða heldur eru tímasetningar ákvarðaðar í samkomulagi við þátttakendur. Notkun á öryggishjálmi og höfuðljósi er innifalin í þátttökugjaldi. Fjallafjör býður upp á jólagjafabréf fyrir tvo í Leiðarenda fyrir jólin 2022 með 12% afslætti.
Hvítasunnuáskorun Fjallafjörs er ferð fyrir þau sem vilja alvöru úthaldsgönguáskorun. Um er að ræða 42 kílómetra dagsferð með 550 metra hækkun. Hér reynir á gönguþol og andlegan styrk - verðug áskorun um Hvítasunnu! Gráðun 4.