Það líður vart mánuður án þess að það bætist eitthvað fjörugt og skemmtilegt við dagskrána okkar. Það fylgir þó þessum árstíma að opnað er fyrir skráningu í dagskrárliði sem hefjast á nýju ári og óhætt er að segja að dagskrárnar eru hver annarri meira freistandi.
Helgafell
Hér er ný 20 ferða dagskrá fyrir allt árið 2025 á einstaklega hagstæðu verði, 59.900 krónur á mann. Inni í dagskránni er ein rútuferð og er fargjaldið innifalið. Á meðal ferða eru Þríhyrningur, Akrafjall, Svínaskarð og Hvalvatn. Nánari upplýsingar hér.
Snæjarnir
Snæjarnir eru einnig nýr dagskrárliður hjá Fjallafjöri. Nú rífum við okkur í gang, upp úr sófanum og æfum okkur fyrir ferð á Snæfellsjökul í maí. Fullt af ferðum - fullt af fjöri - verð 84.900 með ferð á Snæfellsjökul! Nánari upplýsingar hér.
Sprengisandur
Fimm daga rafhjólaferð um Sprengisand með trússi, rafhleðslu, mat og flutningi hjóla. Hámarksfjöldi þátttakenda eru 12. Þetta er draumaferð margra svo það er um að gera að tryggja sér sæti fyrr en síðar! Nánari upplýsingar hér.
Lágafell
Notalegu ferðirnar eru með Lágafelli. Fjölbreyttar ferðir með lítilli hækkun og hægari göngutakti. Hér er notið, ekki þotið, og farið út að borða í náttúrunni í góðra vina hópi.
Vertu með á vorönninni - verð aðeins 34.900!
Grænihryggur
Við förum bara eina ferð á ári að Grænahrygg (að undanskildum sérferðum). Ferð næsta árs verður 7. ágúst og kostar 11.900 krónur. Að vanda er hægt að bæta við ferð að Auganu fyrir 8.000 krónur og fást þá báðar ferðirnar á 19.900 krónur. Nánari upplýsingar hér.
Augað - uppspretta Rauðufossakvíslar
Þægileg en stórkostleg ferð að Fjallabaki
þar sem við skoðum hið margrómaða "Auga". Ferð sem öll ættu að fara í að minnsta kosti einu sinni. Verð 11.900 krónur - hægt er að bæta við ferð að Grænahrygg fyrir 8.000 krónur. Nánari upplýsingar hér.
Hægferð á Snæfellsjökul
Ganga á Snæfellsjökul er ógleymanleg upplifun! Fjallafjör býður upp á hægferð á jökulinn þann 11. maí 2025 þar sem við gefum okkur meiri tíma til uppgöngu en í hefðbundnum ferðum. Verð 19.900 - nánari upplýsingar hér.
Comentários