

Snæjarnir 2025
Ganga á Snæfellsjökul er ógleymanleg upplifun og eitthvað sem allt áhugafólk um útivist og íslenska náttúru ættu að gera allavega einu sinni.
Á nýju ári býður Fjallafjör upp á spennandi dagskrá með stighækkandi erfiðleikastigi sem endar með ferð á Snæfellsjökul. Dagskráin inniheldur dagsferðir, kvöldferðir, þrekæfingar, fræðslukvöld og tvo undirbúningsfundi. Í febrúar förum við í Bláfjöll og æfum línugöngu og ísaxarbremsu. Allt miðar þetta að því að undirbúa þátttakendur fyrir takmarkið - sjálfan Snæfellsfjökul!
Stígðu upp úr sófanum og upplifðu kraftinn í Snæfellsjökli. Þetta er ekki bara gönguferð á jökulinn - þetta er skref í átt að bættri heilsu, samveru í náttúrunni og dýrmætum minningum í litlum og samhentum hópi.
Vertu með - Snæfellsjökull bíður þín!
Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.
Ógleymanleg upplifun
Ferð á Snæfellsjökul er ógleymanleg upplifun - hér eru nokkrar myndir úr ferðum Fjallafjörs á jökulinn.
Undirbúningsfundur
Allir hópar Fjallafjörs hefjast með undirbúningsfundi þar sem farið er yfir öryggismál, fatnað, búnað, næringu, fyrirkomulag dagskrárinnar og ferðanna sem og ýmis praktísk atriði.
Facebookhópur
Fjallafjör notar Facebookhópa til þess að bjóða í ferðir, á viðburði, miðla upplýsingum og þess háttar. Við hvetjum þátttakendur til þess að deila myndum og minningum úr ferðum í hópunum.
Afslættir
Þátttakendur í Fjallafjöri fá afslætti hjá ýmsum verslunum. Skoðaðu afsláttarkjörin, sæktu þátttakendaskírteini í símann þinn og njóttu betri kjara.
Hvaða hóp á ég að velja?
Hvernig get ég borgað fyrir ferðirnar?
Hvernig eru ferðirnar gráðaðar?