top of page

Fjölbreytt dagskrá hjá Fjallafjöri

Writer's picture: Guðmundur SverrissonGuðmundur Sverrisson

Updated: Aug 26, 2021

Hjá Fjallafjöri eru nú í boði sex hópar auk byrjendanámskeiðs og því ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í öllu starfi Fjallafjörs er lögð rík áhersla á öryggi, gleði, samheldni og kærleika enda allir komnir til þess að hafa gaman og njóta lífsins.



Byrjendanámskeið

Á byrjendanámskeiði Fjallafjörs fá þátttakendur fræðslu og þjálfun um fjölbreytta þætti sem gott er að eiga í farteskinu þegar fyrstu skrefin eru tekin í fjallgöngum og ferðamennsku í óbyggðum. Dagskráin inniheldur þrjú fræðslukvöld innandyra, níu gönguferðir og þrjár þrekæfingar undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Meðal efnistaka eru búnaður, öryggismál, fatnaður, bakpokinn, veðurspár, undirbúningur ferða og skóreimingar. Fræðslukvöldin eru haldin í Reykjavík.

Fjallabókin, eftir Jón Gauta, auk 5.000 krónu inneignar í gönguhópa Fjallafjörs fylgir námskeiðinu.



Verð: 29.900 krónur. Hægt er að nota Ferðagjöfina hjá Fjallafjöri.


Lágafell

Lágafell er hópur fyrir þau sem vilja njóta náttúrunnar í góðum félagsskap án verulegrar hækkunar, hraða og mikilla áskorana. Flest ættu að geta tekið þátt í Lágafellshópnum, nema einna helst þau sem eru að flýta sér. Um þriggja mánaða dagskrá er að ræða með tólf ferðum - níu kvöldferðum og þremur dagsferðum, auk undirbúningsfundar og gengið er um það bil vikulega. Kvöldferðir eru á mánudögum, brottför klukkan 18:00, og dagsferðir eru á sunnudögum, brottför klukkan 9:30.



Verð: 29.900 krónur. Hægt er að nota Ferðagjöfina hjá Fjallafjöri.


Keilir

Keilishópur Fjallafjörs gengur saman allt árið um kring en tekur gott sumar- og jólafrí. 20 ferðir eru á dagskrá, 10 kvöldferðir og 10 dagsferðir. Meðal ferða á dagskrá starfsársins 2021-2022 eru Kvígindisfell, Vikrafell, Gullbringa, Miðdegishnúkur, Skálafell auk þess sem Keilishópurinn heldur af stað í raðgöngu um Reykjaveg.

Erfiðleikastig ferða í Keilishópnum er 1-2 af 4 mögulegum og fjölbreytni ferðanna er allnokkur. Dagskráin hentar þeim sem geta hreyft sig með góðu móti og eru tilbúin að takast á við fjölbreyttar gönguleiðir á fjöllum.



Verð: 59.900 krónur. Hægt er að nota Ferðagjöfina hjá Fjallafjöri.


Katla

Kötluhópur Fjallafjörs gengur saman allt árið um kring, líkt og Keilis- og Hekluhóparnir, með góðu sumar- og jólafríi. 20 ferðir eru á dagskrá, 10 kvöldferðir og 10 dagsferðir, og meðal ferða á dagskrá eru Geirhnúkur, Strútur, Akrafjall, Prestastígur, Vörðu-Skeggi og Búrfell í Þingvallasveit auk þess sem Kötluhópurinn er að hefja raðgöngu um Kóngsveg. Erfiðleikastig ferðanna er 1-3 af 4 og dagskráin hentar þeim sem þegar hafa tekið sín fyrstu skref í útivist og fjallgöngum og geta tekist á við fjölbreyttar gönguleiðir á fjöllum, talsverðar vegalengdir og hækkanir.



Verð: 59.900 krónur. Hægt er að nota Ferðagjöfina hjá Fjallafjöri.

1,491 views0 comments

Recent Posts

See All

Opmerkingen


Leyfi frá Ferðamálastofu

Hóparnir okkar

Tenglar

Hafa samband

Ferðamálastofa hefur úthlutað Hugsjón ehf. leyfisnúmer 2021-27 sem ferðasali dagsferða og ferðaskrifstofuleyfi númer 2021-036.

Leyfi Ferðamálastofu
Leyfi Ferðamálastofu
covid approved
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Fjallafjör

455705-removebg-preview.png

497-0090

1442912-removebg-preview.png

Hópar

mail-simple-icon-white-mail-icon-black-circle-vector-illustration-stock-image_797523-1729-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Ferðir og námskeið

circle_location-512-removebg-preview.png

Ásvellir 1, Grindavík

1442912-removebg-preview.png

Fjörskyldan

1442912-removebg-preview.png

Gagnlegar upplýsingar

 © 2021 FJALLAFJÖR​, Sími: 497 0090 Hugsjón ehf. kt. 430621-2620 Ásvöllum 1, 240 Grindavík, Endurritun óheimil nema með leyfi.

bottom of page