top of page

Fjölbreytt dagskrá hjá Fjallafjöri

Updated: Aug 26, 2021

Hjá Fjallafjöri eru nú í boði sex hópar auk byrjendanámskeiðs og því ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í öllu starfi Fjallafjörs er lögð rík áhersla á öryggi, gleði, samheldni og kærleika enda allir komnir til þess að hafa gaman og njóta lífsins.



Byrjendanámskeið

Á byrjendanámskeiði Fjallafjörs fá þátttakendur fræðslu og þjálfun um fjölbreytta þætti sem gott er að eiga í farteskinu þegar fyrstu skrefin eru tekin í fjallgöngum og ferðamennsku í óbyggðum. Dagskráin inniheldur þrjú fræðslukvöld innandyra, níu gönguferðir og þrjár þrekæfingar undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Meðal efnistaka eru búnaður, öryggismál, fatnaður, bakpokinn, veðurspár, undirbúningur ferða og skóreimingar. Fræðslukvöldin eru haldin í Reykjavík.

Fjallabókin, eftir Jón Gauta, auk 5.000 krónu inneignar í gönguhópa Fjallafjörs fylgir námskeiðinu.



Verð: 29.900 krónur. Hægt er að nota Ferðagjöfina hjá Fjallafjöri.


Lágafell

Lágafell er hópur fyrir þau sem vilja njóta náttúrunnar í góðum félagsskap án verulegrar hækkunar, hraða og mikilla áskorana. Flest ættu að geta tekið þátt í Lágafellshópnum, nema einna helst þau sem eru að flýta sér. Um þriggja mánaða dagskrá er að ræða með tólf ferðum - níu kvöldferðum og þremur dagsferðum, auk undirbúningsfundar og gengið er um það bil vikulega. Kvöldferðir eru á mánudögum, brottför klukkan 18:00, og dagsferðir eru á sunnudögum, brottför klukkan 9:30.



Verð: 29.900 krónur. Hægt er að nota Ferðagjöfina hjá Fjallafjöri.


Keilir

Keilishópur Fjallafjörs gengur saman allt árið um kring en tekur gott sumar- og jólafrí. 20 ferðir eru á dagskrá, 10 kvöldferðir og 10 dagsferðir. Meðal ferða á dagskrá starfsársins 2021-2022 eru Kvígindisfell, Vikrafell, Gullbringa, Miðdegishnúkur, Skálafell auk þess sem Keilishópurinn heldur af stað í raðgöngu um Reykjaveg.

Erfiðleikastig ferða í Keilishópnum er 1-2 af 4 mögulegum og fjölbreytni ferðanna er allnokkur. Dagskráin hentar þeim sem geta hreyft sig með góðu móti og eru tilbúin að takast á við fjölbreyttar gönguleiðir á fjöllum.



Verð: 59.900 krónur. Hægt er að nota Ferðagjöfina hjá Fjallafjöri.


Katla

Kötluhópur Fjallafjörs gengur saman allt árið um kring, líkt og Keilis- og Hekluhóparnir, með góðu sumar- og jólafríi. 20 ferðir eru á dagskrá, 10 kvöldferðir og 10 dagsferðir, og meðal ferða á dagskrá eru Geirhnúkur, Strútur, Akrafjall, Prestastígur, Vörðu-Skeggi og Búrfell í Þingvallasveit auk þess sem Kötluhópurinn er að hefja raðgöngu um Kóngsveg. Erfiðleikastig ferðanna er 1-3 af 4 og dagskráin hentar þeim sem þegar hafa tekið sín fyrstu skref í útivist og fjallgöngum og geta tekist á við fjölbreyttar gönguleiðir á fjöllum, talsverðar vegalengdir og hækkanir.



Verð: 59.900 krónur. Hægt er að nota Ferðagjöfina hjá Fjallafjöri.

 
 
 

Comments


Leyfi frá Ferðamálastofu

Hóparnir okkar

Tenglar

Hafa samband

Ferðamálastofa hefur úthlutað Hugsjón ehf. leyfisnúmer 2021-27 sem ferðasali dagsferða og ferðaskrifstofuleyfi númer 2021-036.

Leyfi Ferðamálastofu
Leyfi Ferðamálastofu
covid approved
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Fjallafjör

455705-removebg-preview.png

497-0090

1442912-removebg-preview.png

Hópar

mail-simple-icon-white-mail-icon-black-circle-vector-illustration-stock-image_797523-1729-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Ferðir og námskeið

circle_location-512-removebg-preview.png

Laxabakki 9, Selfossi

1442912-removebg-preview.png

Fjörskyldan

1442912-removebg-preview.png

Gagnlegar upplýsingar

 © 2021 FJALLAFJÖR​, Sími: 497 0090 Hugsjón ehf. kt. 430621-2620 Laxabakki 9, 800 Selfoss. Endurritun óheimil nema með leyfi.

bottom of page