Attachment_1625349436 (1).jpeg

katla-Vorönn

Heklu- og Kötluhópur Fjallafjörs eru systurhópar.  Dagskráin er að mestu sú sama en ferðast er á öðrum dögum.  Kötluhópurinn hentar þeim sem þegar hafa tekið sín fyrstu skref í fjallgöngum og útivist og eru tilbúin að takast á við lengri og meira krefjandi ferðir.  Dagskráin hentar því lengra komnum í fjölbreyttri og spennandi dagskrá.  Athugið að dagskráin inniheldur ferðir með gráðun 3 en þó er ekki um afrekshópa að ræða og hóparnir ganga ekki í línum.

Nú er hægt að bóka vorönn 2022 fyrir 39.900!

Hægt er að skipta greiðslum án kostnaðar og athugið að sum stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs.  Hafið samband á netfangið fjallafjor@fjallafjor.is til að skipta greiðslum.

Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.

Dagskrá kötluhópsins

Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og erfiðleikastig ferðanna mjög vítt. og finna má dagsferðir frá 10 kílómetrum upp í 20 kílómetra og kvöldferðir með þónokkurri hækkun.  Því má segja að hópurinn henti þeim sem geta hreyft sig með góðu móti og tekist á við fjölbreyttar gönguleiðir, talsverðar vegalengdir og hækkanir á fjöllum.  Óskir þú eftir nánari upplýsingum um Kötluhópinn hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Dagskrá getur tekið breytingum m.t.t. veðurs, utanaðkomandi þátta og óviðráðanlegra aðstæðna.

Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.

Fararstjórar Kötluhópsins