top of page

KÁTIR KARLAR

​Kátir karlar er stórskemmtilegur hópur hjá Fjallafjöri fyrir karla 40 ára og eldri. Dagskráin er fjölbreytt - gönguhópur í grunninn - en með allskonar viðburðum inni á milli á borð við klifur, hellaferðir, hjólaferðir og í lok dagskrár borðum við saman góðan mat. Þetta er dagskrá gerð af körlum fyrir karla þar sem karlar fá að vera karlar og hafa gaman!

Næsta dagskrá hefst 22. október - vertu með!

Verð: 44.900

Hvað er á dagskrá?

Training with Barbell

Kraftakvöld með Júlían

Leyfum mannalátunum að fá smá útrás á kraftakvöldi með Júlían J. K. kraftlyftingakappa. Við rífum í járnin, fáum smá leiðsögn og höfum gaman!

Sigurvegari í bekkpressu fær smá verðlaun!

kótilettur.jpeg

Kótilettukvöld með Kidda Magg

Kótilettur eru alltaf á topp 10 listanum hjá íslenskum körlum. Kiddi kokkur - aðstoðarmaður kokkalandsliðsins - ætlar að matreiða fyrir okkur lambakótilettur löðrandi í smjöri með lífsnauðsynlegu meðlæti! Hér verða allir karlar kátir!

IMG_6418.HEIC

Jöklaganga

Upplifum mikilfengleika íslenskrar náttúru á Sólheimajökli og teygum vatn sem varðveist hefur í ísnum frá því á tímum forfeðra okkar. Geggjuð upplifun og einhverjir verða hengdir upp á ísinn (eins og Björninn hér að ofan!)

GSG04464_edited.jpg

Fjallgöngur með Guðmundi

Rennum í slatta af fjallgöngum með Guðmundi, eiganda Fjallafjörs, þar sem húmor, sletta af kaldhæðni, fánýtur fróðleikur og skemmtileg samvera með samheldni karlanna og öryggismál að leiðarljósi ræður ríkjum.

IMG_3361.HEIC

Hellaferð í Arnarker

Í iðrum jarðar gerast ævintýri! Við skellum á okkur hjálmi og höfuðljósi og könnum hraunhelli í nágrenni borgarinnar. Upplifum ALGJÖRT myrkur og ævintýraheiminn neðanjarðar.

Working from Home

Undirbúningsfundur á Zoom

Það er ekki gaman nema öryggismálin séu í lagi. Því byrjum við á undirbúningsfundi að hætti Fjallafjörs þar sem farið er yfir búnað, klæðnað, næringu, öryggismál og fleira. Allir kátir?

Dagskráin

Screenshot 2025-10-16 at 10.11.05.png

Undirbúningsfundur

Allir hópar Fjallafjörs hefjast með undirbúningsfundi þar sem farið er yfir öryggismál, fatnað, búnað, næringu, fyrirkomulag dagskrárinnar og ferðanna sem og ýmis praktísk atriði.

Facebookhópur

Fjallafjör notar Facebookhópa til þess að bjóða í ferðir, á viðburði, miðla upplýsingum og þess háttar. Við hvetjum þátttakendur til þess að deila myndum og minningum úr ferðum í hópunum.

afslættir

Þátttakendur í Fjallafjöri fá afslætti hjá ýmsum verslunum. Skoðaðu afsláttarkjörin, sæktu þátttakendaskírteini í símann þinn og njóttu betri kjara.

Við fyrir þig

Fararstjórar Fjallafjörs eru boðnir og búnir til að aðstoða þátttakendur í hvívetna, hvort sem viðkemur notkun á búnaði, vali á dagskrá eða hverskonar ráðgjöf er varðar útivist og fjallgöngur.  Hafði samband milli 9 og 17 virka daga eða ræddu við fararstjórann þinn í næstu ferð!

Fararstjóri Kátra karla

Leyfi frá Ferðamálastofu

Hóparnir okkar

Tenglar

Hafa samband

Ferðamálastofa hefur úthlutað Hugsjón ehf. leyfisnúmer 2021-27 sem ferðasali dagsferða og ferðaskrifstofuleyfi númer 2021-036.

Leyfi Ferðamálastofu
Leyfi Ferðamálastofu
covid approved
1442912-removebg-preview.png

Fjallafjör

1442912-removebg-preview.png

Hópar

1442912-removebg-preview.png

Ferðir og námskeið

455705-removebg-preview.png

497-0090

circle_location-512-removebg-preview.png

Laxabakki 9, Selfossi

1442912-removebg-preview.png

Fjörskyldan

1442912-removebg-preview.png

Gagnlegar upplýsingar

 © 2021 FJALLAFJÖR​, Sími: 497 0090 Hugsjón ehf. kt. 430621-2620 Laxabakki 9, 800 Selfoss. Endurritun óheimil nema með leyfi.

bottom of page