

RAFHJÓLAFJÖR
Fjallafjör býður upp á spennandi rafhjólahóp 2023 með kvöldferðum, dagsferðum og helgarferð á Vestfirði.
Viðraðu magnaða fákinn og komdu með í skemmtilegar hjólaferðir með Fjallafjöri. Ferðirnar eru af gráðun 1-2 og henta flestum sem á annað borð geta ferðast á fjölbreyttu undirlagi á rafhjólinu sínu. Hér er áherslan á að njóta samverunnar í náttúrunni og þess skemmtilega ferðamáta sem rafhjólin bjóða uppá.
Hægt er að skipta greiðslum án kostnaðar og athugið að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs. Hafið samband á netfangið fjallafjor@fjallafjor.is til að skipta greiðslum.
Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.
Verð með helgarferð: 99.900
Verð án helgarferðar: 79.900
Helgarferð stök: 47.900
DAGSKRÁ RAFHJÓLAFJÖRS
Dagskráin er fjölbreytt og spennandi. Hún samanstendur af 24 ferðum auk undirbúningsfundar - 5 dagsferðum, 18 kvöldferðum, og spennandi helgarferð á Vestfirði þar sem við hjólum meðal annars hina víðfrægu Kjaransbraut (Svalvoga), um Mjóafjörð og Óshlíð. Engar æfingar eru í dagskránni heldur eingöngu ferðir þar sem við njótum samveru, náttúru og góðra nestistíma. Þátttakendur þurfa að geta flutt hjól sín á milli staða en ávallt er ferðast á einkabílum. Fjallafjör hvetur þátttakendur eindregið til þess að nota hjálma.
Gráðun ferðanna er 1-2 og Því má segja að hópurinn henti flestum sem á annað borð geta notið ferðalaga á rafhjólum. Ferðirnar eru á bilinu 20-60 kílómetrar.
Óskir þú eftir nánari upplýsingum um Rafhjólahópinn hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is.
Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Dagskrá getur tekið breytingum m.t.t. veðurs, utanaðkomandi þátta og óviðráðanlegra aðstæðna. Eins getur dagskráin breyst með hliðsjón af verndun náttúrunnar, s.s. ef mikil aurbleyta er og hætta er á að hjólandi umferð valdi varanlegum skaða.
Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.