VERTU MEÐ Í FJÖRINU!
All Products
FÓLKIÐOKKAR
Við erum ákaflega stolt af fólkinu sem leiðir ferðir Fjallafjörs.
Við fögnum fjölbreytni í hvívetna og er fararstjórateymið okkar þar ekki undanskilið. Í fararstjórateyminu er fólk sem býr yfir fjölbreyttum kostum og reynslu. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að kynna þér okkar frábæra fararstjórateymi!
Um Fjallafjör
Byrjendur og lengra komnir finna skemmtilegar dagskrár við sitt hæfi hjá Fjallafjöri. Í ferðunum er lögð áhersla á öryggi, samheldni og gleði enda sameiginlegt markmið allra ferðafélaga að njóta samverunnar í náttúrunni. Hóparnir eru lokaðir og er þátttökufjöldi í hverjum þeirra takmarkaður.
Allajafna sameinast hópar í bíla en í einhverjum ferðum er ferðast í rútu og er rútukostnaður innifalinn í þátttökugjöldum nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Fjölbreyttar fjallgöngur eru í boði í skemmtilegum dagskrám og áhugasamir um útivist og frábæran félagsskap eru hvattir til að skoða hvað hentar og heillar og skrá sig á póstlistann til þess að fá fréttir af Fjörinu!