fólkið okkar

Fjölbreyttur hópur frábærra fararstjóra leiðir ferðir Fjallafjörs!

Guðmundur

Guðmundur er sex barna faðir og heldur því fram að formúlan n+1 gildi bæði um fjölda reiðhjóla og barna.  Hann býr ásamt konu sinni og börnum rétt utan borgarmarkanna þar sem lítt snortin náttúra er í nokkurra mínútna göngufjarlægð og hafa hjónin boðið ótal ferðafélögum í eitthvað heimabakað eftir góða gönguferð í nágrenni heimilisins. 

Guðmundur er útivistarunnandi í víðum skilningi og veit fátt betra en að vera einn uppi á hól með uppáhalds nestið sitt - sviðasultu og rófustöppu - ef undan eru skilin ferðalög með fjölskyldunni.


Guðmundur var fararstjóri hjá Ferðafélaginu Útivist á árunum 2013-2021 og hefur meðal annars lokið námskeiðum í skyndihjálp í óbyggðum, rötun, vetrarfjallamennsku, undirbúningsnámskeiði í jöklaleiðsögn, hópstjórn og komið að þjálfun fjölmargra fararstjóra.

Mottó Guðmundar er: "Lífið er fjör á fjöllum!"

Sími: 697-6699 - netfang: gudmundur@fjallafjor.is

Guðmundur Örn Sverrisson
 
Hanna Guðmundsdóttir

Hanna

Hanna hefur óbilandi áhuga á útivist, fólki og að prófa nýja hluti.  Óhætt er að segja að Hönnu er fjalla- og ferðamennskan í blóð borin og hún hefur ferðast víða með fjölskyldu sinni frá blautu barnsbeini en endurvakti fjallaáhuga sinn á nýjan leik fyrir nokkrum árum.  Hún nýtur þess í botn að ganga um víðerni íslenskrar náttúru í góðra vina hópi og upplifa gleðina og frelsið sem í því felst.

Uppáhalds nesti Hönnu eru flatkökur með tofuáleggi og vegan osti og svo klikkar gott súkkulaði aldrei!

Mottó Hönnu er: "Geymdu ekki bros dagsins til morgundagsins"

 

Sími: 698-2968 - netfang: hannagudm@gmail.com

 
 

Eva íris

Eva Íris er gift, tveggja barna móðir alin upp í Árbænum þar sem hún tók m.a. virkan þátt í Skátafélaginu Árbúum. Um unglingsaldur lá leiðin í Hjálparsveit skáta í Garðabæ en hún starfaði með sveitinni þar til hún fluttist búferlum til Noregs þar sem hún starfaði meðal annars fyrir Rauða Krossinn. Í dag starfar Eva sem verkefnastjóri fyrir Krabbameinsfélag Íslands þar sem hún stýrir m.a. verkefnum sem tengjast aðildarfélögum KÍ og stærri viðburðum á borð við Styrkleikana sem haldnir verða í september 2021. Eva hefur áhugaverða starfsreynslu en á ferilskránni er vafasöm færsla frá einni að þekktari ballhljómsveitum níunda og tíunda áratugarins - þið yfirheyrið hana á fjalli! Eva Íris hefur yfirgripsmikla þjálfun og reynslu úr björgunarsveitarstarfi og skyndihjálparkennslu en það sem mestu skiptir er að hjartað og brosið er ávallt á sínum stað - hvernig sem viðrar!

Eva Íris.jpg
 

auður

Auður er stórkostleg fjallaamma sem þykir fátt skemmtilegra en að vera úti í náttúrunni, bæði innanlands og utan. Hún ferðast gjarnan um heiminn á hjóli og gengur þess á milli um hóla og hæðir.  Auður hefur um árabil verið fararstjóri hjá Fjallahjólaklúbbnum og Ferðafélaginu Útivist.  Hún hefur lokið námskeið í skyndihjálp í óbyggðum og námskeiði í rötun svo eitthvað sé nefnt.


Mottó Auðar er “skítugu börnin skemmta sér best” enda kemur hún yfirleitt skítug og skælbrosandi heim!

 

Sími: 844-5733 

netfang: audur.johannsdottir@gmail.com

ríkharður

Ríkharður er einlægur fjalla- og skíðaáhugamaður sem líður hvergi betur en í fimm stiga frosti og 40 gráðu halla á skíðum með heitt kakó og eggjasamloku í bakpokanum.  Ríkharður hefur starfað sem skíðakennari hérlendis og erlendis og stundar um þessar mundir nám í fjallamennsku við FAS.

Ríkharður er grjótharður Chelsea aðdáandi og gengur helst bara um í einkennislitum enska félagsliðsins (eins og sést á myndinni) en örvæntið ekki -  hann er ákaflega þolinmóður kærleiksbjörn með stórt hjarta og vinur í raun.

Ríkharður.jpg
 

kRISTEY

Kristey er sannkölluð ofurmamma fimm drengja og súperstjúpa einnar stúlku.  Kristey er límið í Fjallafjöri, heldur utanum skráningar og dælir ást og kærleika í starfið.

Kristey sinnir ekki eingöngu öflugri Fjörkálfaframleiðslu fyrir leiðtoga framtíðarinnar, hún tók virkan þátt í unglingastarfi Björgunarfélags Árborgar, er félagi í Slysavarnardeildinni Þórkötlu og starfar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Netfang: fjallafjor@fjallafjor.is

 

STEINUNN

Steinunn er án efa yfirvegaðasti fararstjóri Fjallafjörs og betri axlir til að halla sér að í vosbúð og volæði eru vandfundnar. 

Steinunn er náttúrubarn og fjallastelpa í gegn.  Fjallshlíð, nesti og skelfilegt eitíslag á heilanum eru bestu ákjósanlegustu aðstæður fyrir snilling eins og Steinunni.

 

Steinunn er sjúkraþjálfari að mennt, frábær yogakennari og sérlegur súkkulaðimálaráðherra Fjallafjörs.  Að lokinni göngu er fátt betra en teygjur og slökun í boði Steinunnar og allir fara endurnærðir heim.

 

ULRIKE

Ulrike er tómstundafræðingur, hestakona og náttúruunnandi af guðs náð.  Hún hefur ferðast víða hérlendis og erlendis, starfar á sumrinu sem hestaleiðsögumaður og tekur núna sínu fyrstu skref sem fararstjóri í göngum Fjallafjörs.

 

Lífsmottó Ulrike er "byrjum  daginn með bros á vör" og hún veit fátt betra en að slaka á heima eftir góðan dag úti í náttúrunni. 

 

Uppáhaldsnestið hennar er dökkt brauð með skinku og osti og alveg sama í hvaða ferð hún fer - það er alltaf nammi í bakpokanum!

profilbild.jpg
 
valentina_edited.jpg

Valentína

Valentína er náttúrubarn af lífi og sál alin upp á Snæfelssnesi þar sem jökulinn ber við himinn.
Þar drakk hún í sig kyngimagn og fegurð náttúrunnar með móðurmjólkinni.
Henni líður hvergi betur en á göngu  úti í náttúrunni  hvort sem er á láglendi eða til fjalla. 

 

Góður félagsskapur, nesti eftir dillu dagsins og rétti klæðnaðurinn er ávísun á góða gönguferð. Hún elskar fallegt útsýni en kann líka vel að meta fegurðina í því smáa og litadýrðina sem birtist í vætunni
 

Uppáhaldslagið á fjöllum er lagið yfir Hóla og yfir hæðir með Svavari Knúti hún mælir með að það sé hlustað á það í botni!
 

Valentína hefur stundað útivist um um nokkurra ára skeið og heldur því fram að það sé besta leiðin til að bæta lífi við árin.

 

Kristjana

Kristjana er þaulreynd göngukona, fararstjóri, hestakona, margföld amma og fjórföld langamma! Þær eru fáar náttúruperlurnar sem Kristjana hefur ekki notið, annað hvort á tveimur jafnfljótum eða ríðandi - en alltaf í góðra vina hópi.

Kristjana byrjar flesta daga á hreyfingu, stundar líkamsrækt, spinning, hestamennsku, fjallgöngur og almenna góðmennsku allan liðlangann daginn og það eru mikil forréttindi að njóta náttúrunnar í hlýjum faðmi Kristjönu.

Kristjana.jpeg
 
IMG_5363_edited_edited.jpg

Fríða

Fríða er frábær fjallafjörkálfur sem kann að njóta lífsins úti í náttúrunni í góðra vina hópi.

Fríða er sjúkraþjálfari sem telur útivist og vináttuna sem dafnar á fjöllum vera allra meina bót.  Hún er alin upp í Vík í Mýrdal og er því kunnug staðháttum þar í kring en hún hefur einnig ferðast víða til þess að kanna fögur náttúrusmíð, m.a. þegar hún gekk Tour de Mont Blanc sumarið 2021.

Fátt toppar þó glaðværar kvöldvökur í fjallaskála með söng, gleði og gítarspili í endurnærandi helgarferð með góðum vinum!

 
IMG_6902.jpg

Eygló

Eygló hefur ferðast um fjöll og fyrnindi með fjölskyldu sinni frá barnsaldri. Hún hefur gaman af því að fara út og njóta náttúrunnar í góðum félagskap. Henni finnst lang skemmtilegast að leika sér úti og hefur trú á að hamingjuna sé alltaf að finna í náttúrunni.

 

Eygló er fiðrildi að eðlisfari sem er til í alls konar ævintýri og finnst gaman að að takast á við nýjar aðstæður. Hún starfar sem ritari hjá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu og er einnig heilsunuddari, þar að auki er hún menntaður sjúkraliði.

Móttó Eyglóar er í uppáhaldi hjá öllu fararstjórateyminu: Þegar þú ferð fram úr á morgnana, farðu þá fyrst í góða skapið.