top of page

fólkið okkar

Fjölbreyttur hópur frábærra fararstjóra leiðir ferðir Fjallafjörs!

Guðmundur S.

auður

Fararstjórn 1
Fararstjórn 2
Skyndihjálp í óbyggðum
Rötun

Auður er amma sem nærist á að vera úti í náttúrunni, bæði innanlands og utan. Hún ferðast gjarnan um heiminn á hjóli og gengur þess á milli um hóla og hæðir. Auði finnst fátt skemmtilegra en að stúdera kort og skoða möguleika á nýjum leiðum og örnefni.

 

Auður hefur lokið námskeið í skyndihjálp í óbyggðum og námskeiði í rötun svo eitthvað sé nefnt.

 

Mottó Auðar er “skítugu börnin skemmta sér best” enda hefur hún einstakt lag á að ná þvi að koma skítug og auðvitað skælbrosandi heim!

 

Sími: 844-5733 

netfang: audur.johannsdottir@gmail.com

Guðmundur

Guðmundur er sex barna faðir og heldur því fram að formúlan n+1 gildi bæði um fjölda reiðhjóla og barna.  Hann býr ásamt konu sinni og börnum rétt utan borgarmarkanna þar sem lítt snortin náttúra er í nokkurra mínútna göngufjarlægð og hafa hjónin boðið ótal ferðafélögum í eitthvað heimabakað eftir góða gönguferð í nágrenni heimilisins. 

Guðmundur er útivistarunnandi í víðum skilningi og veit fátt betra en að vera einn uppi á hól með uppáhalds nestið sitt - sviðasultu og rófustöppu - ef undan eru skilin ferðalög með fjölskyldunni.


Guðmundur starfar sem framkvæmdastjóri Hugsjónar ehf. sem á og rekur Fjallafjör, var fararstjóri hjá Ferðafélaginu Útivist á árunum 2013-2021 og skálavörður á árunum 2011-2012.  Hann hefur meðal annars lokið reglubundnum námskeiðum í skyndihjálp í óbyggðum, rötun, vetrarfjallamennsku, undirbúningsnámskeiði í jöklaleiðsögn, jöklaleiðsögn 1 hjá AIMG, hópstjórn og komið að þjálfun fjölmargra fararstjóra.

Sími: 497-0090 (í neyð: 697-6699)

Netfang: gudmundur@fjallafjor.is

Fararstjórn 1
Fararstjórn 2
Jöklaleiðsögn 1
Skyndihjálp í óbyggðum
Rötun
IMG_5563_edited.jpg

Eva íris

Eva Íris er gift, tveggja barna móðir alin upp í Árbænum þar sem hún tók m.a. virkan þátt í Skátafélaginu Árbúum. Um unglingsaldur lá leiðin í Hjálparsveit skáta í Garðabæ en hún starfaði með sveitinni þar til hún fluttist búferlum til Noregs þar sem hún starfaði meðal annars fyrir Rauða Krossinn. Í dag starfar Eva sem verkefnastjóri fyrir Krabbameinsfélag Íslands þar sem hún stýrir m.a. verkefnum sem tengjast aðildarfélögum KÍ og stærri viðburðum á borð við Styrkleikana sem haldnir verða í september 2021. Eva hefur áhugaverða starfsreynslu en á ferilskránni er vafasöm færsla frá einni að þekktari ballhljómsveitum níunda og tíunda áratugarins - þið yfirheyrið hana á fjalli! Eva Íris hefur yfirgripsmikla þjálfun og reynslu úr björgunarsveitarstarfi og skyndihjálparkennslu en það sem mestu skiptir er að hjartað og brosið er ávallt á sínum stað - hvernig sem viðrar!

Fararstjórn 1
Rötun
Eva Íris.jpg

Arna Sara

Skyndihjálp í óbyggðum

Arna Sara er algjör bókaormur og Harry Potter aðdáandi á heimsmælikvarða.  Henni þykir einstaklega gaman að vinna með börnum og hefur m.a. unnið á listasmiðjuleikjanámskeiðum, í sumarbúðum KFUM og KFUK og hefur passað börn frá unga aldri.

Arna Sara er þolinmóð og yfirveguð og kýs heldur yogaferðir með góðri slökun,  fjölskylduferðir, föndurstundir og sælkeranestistíma fram yfir kraftmiklar fjallgöngur.

Það er því ákaflega ánægjulegt að fá Örnu Söru í fararstjórateymi Fjölskyldufjörs Fjallafjörs!

Arna Sara er ALLTAF með tyggjó í bakpokanum og uppáhalds Harry Potter tilvitnun Örnu Söru er: "We must all face the choice between what is right and what is easy" - Albus Dumbledore

Eva Íris
Auður
Arna Sara

Arnar

Skyndihjálp í óbyggðum
Rötun

Arnar Þór er mikill fjallagarpur sem hefur yndi af því að standa skýjum ofar í fjallavímu en kann ekki síður að njóta notalegrar göngu á láglendi í góðra vina hópi.

 

Arnar er virkur í Hjálparsveit Skáta í Reykjavík þar sem hann hefur lokið fjölda námskeiða í t.d. ferðamennsku, rötun, skyndihjálp og fjallamennsku auk þess að hafa lokið Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR) og fagnámskeiði í fjallabjörgun.

Hann hefur starfað sem fararstjóri í fjallaferðum um árabil og brennur fyrir því að fylgja ferðafélögum sínum á nýjar slóðir.

Það þarf ekki að vera lengi í kringum Arnar til þess að átta sig á því að hann er mikill fjörkálfur með brosmilda sýn á lífið. Fjörkálfurinn brýst svo út í öllu sínu veldi á kvöldvökum en hann er frábær gítarleikari og leikur á alls oddi þegar gleðin tekur völd! Já, svo eru danssporin hans goðsagnakennd!

kRISTEY

Kristey er sannkölluð ofurmamma fimm drengja og súperstjúpa einnar stúlku.  Kristey er límið í Fjallafjöri, heldur utanum skráningar og dælir ást og kærleika í starfið.

Kristey sinnir ekki eingöngu öflugri Fjörkálfaframleiðslu fyrir leiðtoga framtíðarinnar, hún tók virkan þátt í unglingastarfi Björgunarfélags Árborgar, er félagi í Slysavarnardeildinni Þórkötlu og starfar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Sími: 497-0090

Netfang: kristey@fjallafjor.is

Kristey
Arnar

Kristjana

Fararstjórn 1
Fararstjórn 2
Skyndihjálp í óbyggðum

Kristjana er þaulreynd göngukona, fararstjóri, hestakona, margföld amma og fjórföld langamma! Þær eru fáar náttúruperlurnar sem Kristjana hefur ekki notið, annað hvort á tveimur jafnfljótum eða ríðandi - en alltaf í góðra vina hópi.

Kristjana byrjar flesta daga á hreyfingu, stundar líkamsrækt, spinning, hestamennsku, fjallgöngur og almenna góðmennsku allan liðlangann daginn og það eru mikil forréttindi að njóta náttúrunnar í hlýjum faðmi Kristjönu.

Kristjana.jpeg
Kristjana

ULRIKE

Fararstjórn 1
Fararstjórn 2

Ulrike er tómstundafræðingur, hestakona og náttúruunnandi af guðs náð.  Hún hefur ferðast víða hérlendis og erlendis, starfar á sumrinu sem hestaleiðsögumaður og tekur núna sínu fyrstu skref sem fararstjóri í göngum Fjallafjörs.

 

Lífsmottó Ulrike er "byrjum  daginn með bros á vör" og hún veit fátt betra en að slaka á heima eftir góðan dag úti í náttúrunni. 

 

Uppáhaldsnestið hennar er dökkt brauð með skinku og osti og alveg sama í hvaða ferð hún fer - það er alltaf nammi í bakpokanum!

profilbild.jpg
Ulrike
IMG_1620.HEIC

Sverrir

Útivistarfræinu hjá Sverri var plantað á barnsaldri því fjölskyldan fór alltaf í nokkrar tjaldútilegur á sumrin þegar hann var krakki. Sá hinn sami var hins vegar afspyrnulatur við að ganga, alltaf síðastur en eitthvað rættist nú samt úr honum! Sverrir á góðan fjallabíl og fjallafellihýsi og finnst fátt skemmtilegra en að ferðast um óbyggðir. Hann er einnig svo lánsamur að fá að vinna við áhugamálin sín sem eru bókmenntir en Sverrir er íslenskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík.

Mottó Sverris er: Náttúran er málið!

Sími: 865-6158 - netfang: sverrir.arnason@gmail.com

Skyndihjálp í óbyggðum
Sverrir
Guðrún Hildur
Dunna_edited.jpg

Guðrún

Rötun

Guðrún Hildur, sem alltaf er kölluð Dunna, er gift, tveggja barna móðir sem býr á Suðurnesjum.  Hún er útskrifaður gönguleiðsögumaður frá Leiðsöguskólanum í Kópavogi og hefur yndi af hvers kyns útivist, s.s. fjallgöngur, hlaup, skíði og laxveiði.

Dunna er ekki bara gönguleiðsögumaður og mamma, hún er ÍAK einkaþjálfari og hefur um 15 ára reynslu af þjálfun.  Þá stundar hún bæði söng- og píanónám og á vafalaust eftir að halda uppi fjörinu á kvöldvökum og fjallstoppum!

Uppáhalds fjallanestið er flatkaka með hangikjöti og Snickers er staðalbúnaður í pokanum.

Fjallgöngur og útivist veita Dunnu aukna lífsorku og gleði í hjarta sama hvernig viðrar - líka í roki og rigningu!

Björn

Björn Bjarnason, ekkiráðherra, er oftast kallaður Bjössi.  Bjössi er traustasta afturganga sem fyrirfinnst en hann gengur allajafna aftastur í ferðum og leggur sitt af mörkum í þágu öryggis þátttakenda með því að passa uppá að enginn verði viðskila við hópinn og liðsinna þeim sem á því þurfa að halda - alveg sama hver ástæðan er.  Plástur eða pepp - Bjössi er til staðar!

Bjössi er þrefaldur afi - þolinmóður og geðgóður eftir því - og á yfirleitt eitthvað gotterí í pokahorninu til þess að gleðja barnabörnin, nú eða ferðafélagana ef svo ber undir.

Uppáhaldslitur Bjössa er gulur en ólyginn segir að ekki sé til sú gerð af flík að Bjössi eigi ekki að minnsta kosti eina slíka í gulu, sokkar, peysa, jakki og jafnvel fylgihlutir á borð við hjólatöskur, úr og fleira.

Bjössi er ótæmandi uppspretta fimmaurabrandara og nokkrir þeirra eru reyndar svo djúpir að verðbólgan hlýtur að hafa náð þeim. 

Rötun
Fararstjórn 1
Skyndihjálp í óbyggðum
Bjössi.jpeg
Björn

Monika

Monika er orkurík gleðisprengja sem elskar hvers kyns útiveru – sérstaklega fjallgöngur og sjósund.  Hún er fædd og uppalin í Póllandi en flutti til Íslands árið 1995 og hefur sinnt fjölbreyttum störfum, m.a. sem leiðsögumaður hjá fjölmörgum fyrirtækjum og verkefnastjóri hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og sem ráðgjafi hjá Attentus.  Uppáhalds tindur Moniku er Vífilsfell og í pokanum er ávallt gómsætt próteinstykki. 

Monika jest osobą radosną, która uwielbia wszelkiego rodzaju zajęcia na świeżym powietrzu – zwłaszcza chodzenie po  górach i morsowanie. Urodziła się i wychowała w Polsce, ale w 1995 roku przeniosła się do Islandii gdzie pracowała na różnych stanowiskach, m.in jako przewodnik dla wielu firm, kierownik projektu dla Icelandic Mountain Guides oraz jako konsultant dla Attentus. Ulubionym szczytem Moniki jest Vífilsfell, a w plecaku zawsze jest baton proteinowy.

Monika
bottom of page