top of page
IMG_8837.HEIC

Kerlingarfjöll
Fannborg - Snækollur - Ásgarðsfjall

Fjallafjör býður upp á skemmtilega ferð í Kerlingarfjöll í sumar. Skráðu þig í ferðina og vertu með!

Fjallafjör býður upp á ferð í Kerlingarfjöll dagana 28. - 30. júlí 2024.

Ferðin er að gráðun 2.

Viltu bóka sérferð? Sendu okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is

Verð með tjaldgistingu: 44.900

Athugaðu hvort stéttarfélagið þitt bjóði upp á niðurgreidda ferðaávísun hjá Fjallafjöri og skelltu þér með í skemmtilega ferð á hagkvæmu verði!

Dagskrá ferðarinnar

Dagur 1

Ferð okkar hefst á efra bílaplaninu við Gullfoss þann 28. júlí en brottför þaðan ef klukkan 12:00.  Ekið er á einkabílum um Kjalveg að Kerlingarfjöllum og á leiðinni er stoppað á nokkrum stöðum, m.a. á Bláfellshálsi og við Gýgjarfoss.

Þegar komið er í Ásgarð sláum við upp tjaldbúðum og gerum okkur klár fyrir göngu dagsins að Hveradölum og um Ásgarðsgljúfur.

dagur 2

Ekið er eftir jeppaslóða í átt að fjöllunum að bílaplani þar sem gangan hefst. Gengin er falleg hringleið þar sem hápunktur dagins verður á Fannborg og Snækolli en sá síðarnefndi er hæsti tindur Kerlingarfjalla og báðir á lista yfir 100 hæstu tinda landsins. 

dagur 3

Eftir morgunverð er boðið upp á létta liðleikagöngu á Ásgarðsfjall þar sem harðsperrurnar verða gengnar úr kroppnum fyrir heimför. Hvíld, slökun og teygjur verða samofnar ferðinni sem lýkur á notalegum nótum.

Frávik

Í ferð sem þessari er margt sem getur haft áhrif á dagskrá og tímasetningar.  

Undirbúningsfundur

Undirbúningsfundur fyrir þátttakendur er haldinn um viku fyrir brottför.  Dagsetning auglýst síðar.

Gisting og aðbúnaður

Gist er í tjöldum og eru tjaldsvæðagjöld innifalin í þátttökugjaldi. Einnig er boðið upp á kvöldhressingu bæði kvöldin.

Á svæðinu er nýtt þjónustuhús sem hentar vel til eldamennsku, skjóls, matartíma og þess háttar. Auk þess eru þar salerni, sturtur og útigrill.

Þátttakendur njóta afsláttarkjara í búnaðarleigu Fjallafjörs ef áhugi er á að leigja tjöld til ferðarinnar.

Fararstjóri ferðarinnar

bottom of page