top of page
IMG_6066.HEIC

Tindafjör

Tindafjör er lokaður hópur þátttakenda sem vilja og geta tekist á við meiri áskoranir en aðrir gönguhópar Fjallafjörs.  Þátttakendur þurfa að stunda reglubundna hreyfingu, vera í góðu líkamlegu formi og andlegu jafnvægi.  Ennfremur hafa jákvætt viðhorf og kunna til verka í grunnatriðum fjallganga, s.s. varðandi klæðnað, búnað, næringu o.þ.h.  Heildartími ferða með akstri getur verið umtalsverður.

Dagskráin samanstendur af 12 viðburðum yfir árið, blöndu af fræðslukvöldum, tækniæfingum, kvöldferðum, dagsferðum og helgarferð. Viðburðir eru á vikum með sléttu númeri í almanaki.  Áhersla er lögð á samheldni þátttakenda, ríka öryggisvitund og jákvæðni.

Viðmiðunar lágmarkshækkun í kvöldferðum eru 500m.

Viðmiðunar lágmarkshækkun í dagsferðum eru 900m.

Verð fyrir 12 mánaða tímabil eru 99.900 krónur, kostnaður við gistingu og akstur er ekki innifalinn.  Þátttakendur fá 25% afslátt af leigugjaldi jöklabúnaðar og greiða ekki leigugjald ef ferð frestast.  Möguleiki er á að einstaka ferðir beri aukinn kostnað vegna umfangs.

​Nýir meðlimir í Tindafjöri fá inngöngugjöf og geta valið á milli Fjallafjörshúfu eða Fjallabókarinnar.

Þátttakendafjöldi er takmarkaður.

Dagskrá Tindafjörs

Dagskrá Tindafjörs er "pottur" af ferðum og tekur ferðaáætlun mið af færð, veðri og undirbúningi hverju sinni. Dagskráin getur breyst með stuttum fyrirvara.
Á meðal dagskrárliða Tindafjörs eru:
Tækniæfing - broddaganga, ísaxarbremsa o.fl.
Tækniæfing - klifur og stuðningur í brattlendi

Helgrindur
Grænihryggur
Fræðslukvöld
Vetraráskorun (tjaldferð)
​Sólheimajökull
Vestursúla, vetrarferð
Tindfjöll
Prestahnúkur og Geitlandsjökull
Eyjafjallajökull
​Vífilsfell (bakdyr)
​Lómagnúpur

​Þórisjökull
Kerhólakambur
Blikdals
hringur
Fimmvörðuháls
Hlöðufell
Kerling
Eiríksjökull

Undirbúningsfundur

Allir hópar Fjallafjörs hefjast með undirbúningsfundi þar sem farið er yfir öryggismál, fatnað, búnað, næringu, fyrirkomulag dagskrárinnar og ferðanna sem og ýmis praktísk atriði.

Facebookhópur

Fjallafjör notar Facebookhópa til þess að bjóða í ferðir, á viðburði, miðla upplýsingum og þess háttar. Við hvetjum þátttakendur til þess að deila myndum og minningum úr ferðum í hópunum.

afslættir

Þátttakendur í Fjallafjöri fá afslætti hjá ýmsum verslunum. Skoðaðu afsláttarkjörin, sæktu þátttakendaskírteini í símann þinn og njóttu betri kjara.

Við fyrir þig

Fararstjórar Fjallafjörs eru boðnir og búnir til að aðstoða þátttakendur í hvívetna, hvort sem viðkemur notkun á búnaði, vali á dagskrá eða hverskonar ráðgjöf er varðar útivist og fjallgöngur.  Hafði samband milli 9 og 17 virka daga eða ræddu við fararstjórann þinn í næstu ferð!

Fararstjóri Tindafjörs

bottom of page