top of page
IMG_6296_edited.jpg

NÝÁRSFJÖR!

Fjallafjör býður upp á hressandi Nýársfjör í upphafi árs 2024 með þéttri dagskrá þrekæfinga, kvöldferða og dagsferða.

Losaðu þig við jólalögin, hresstu upp á þrekið og taktu vetrarútivistina með trompi í Nýársfjöri Fjallafjörs í skemmtilegum félagsskap undir leiðsögn þriggja fararstjóra sem hver hefur sína áherslu - fjallaleiðsögn, einkaþjálfun og keppnismaður í crossfit.

Hægt er að skipta greiðslum án kostnaðar og athugið að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs.  Hafið samband á netfangið fjallafjor@fjallafjor.is til að skipta greiðslum.

Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.

Verð: 17.900 krónur

DAGSKRÁ NÝÁRSFJÖRS

Dagskráin er fjölbreytt og spennandi. Hún samanstendur af 10 ferðum auk undirbúningsfundar - 2 dagsferðum, 4 kvöldferðum og 4 þrekæfingum.  Fyrsta og síðasta þrekæfingin eru samanburðaræfingar þar sem þátttakendur geta sett sér markmið og unnið markvisst að því að ná því fyrir lok dagskrár.

Brottför í kvöldferðir og þrekæfingar eru klukkan 18:00 og dagsferðir klukkan 9:00.

Óskir þú eftir nánari upplýsingum um Nýársfjör hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Dagskrá getur tekið breytingum m.t.t. veðurs, utanaðkomandi þátta og óviðráðanlegra aðstæðna.

Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.

Undirbúningsfundur

Allir hópar Fjallafjörs hefjast með undirbúningsfundi þar sem farið er yfir öryggismál, fatnað, búnað, næringu, fyrirkomulag dagskrárinnar og ferðanna sem og ýmis praktísk atriði.

Facebookhópur

Fjallafjör notar Facebookhópa til þess að bjóða í ferðir, á viðburði, miðla upplýsingum og þess háttar. Við hvetjum þátttakendur til þess að deila myndum og minningum úr ferðum í hópunum.

afslættir

Þátttakendur í Fjallafjöri fá afslætti hjá ýmsum verslunum. Skoðaðu afsláttarkjörin, sæktu þátttakendaskírteini í símann þinn og njóttu betri kjara.

Við fyrir þig

Fararstjórar Fjallafjörs eru boðnir og búnir til að aðstoða þátttakendur í hvívetna, hvort sem viðkemur notkun á búnaði, vali á dagskrá eða hverskonar ráðgjöf er varðar útivist og fjallgöngur.  Hafði samband milli 9 og 17 virka daga eða ræddu við fararstjórann þinn í næstu ferð!

FARARSTJÓRAR RAFHJÓLAFJÖRS

bottom of page