top of page
Fjallafjör

Rafhjólaferð á Vestfjörðum

Það verður sannkallað Rafhjólafjör helgina 11.-13. ágúst 2023 þegar við leggjum land undir fót og hjólum um magnaða staði á Vestfjörðum.  Um er að ræða bækistöðvaferð á Ísafirði.

 

Föstudagur:

8:00 - Brottför frá Reykjavík

16:00 - Brottför frá tjaldsvæðinu á Ísafirði, hjólað um Óshlíð í Bolungarvík og til baka um Bolungarvíkurgöng. 

Áætluð vegalengd: 38 km.

Áætluð hækkun: 500 m.

Laugardagur:

9:00 - Brottför frá Ísafirði, ekið á Þingeyri

10:00 - Brottför frá Þingeyri, hjólað um Svalvoga (Kjaransbraut) og yfir Álftamýrarheiði.

20:30 - Kvöldferður á Tjöruhúsinu (valkvætt, ekki innifalið)

Áætluð vegalengd: 58 km.

Áætluð hækkun: 1.100 m.

Sunnudagur:

Frágangur að morgni

9:30 - Brottför frá Ísafirði, ekið í Mjóafjörð

11:00 - Brottför frá Mjóafirði, hjólað um Mjóafjörð með viðkomu í Hörgshlíðarlaug.

Áætluð vegalengd: 42 km.

Áætluð hækkun: 360 m.

Innifalið:

-Fararstjórn

-Tjaldsvæði

-Morgunverður báða daga

Verð: 47.900

Hvernig hjól þarf ég?

Lágmarksviðmið rafhjóla fyrir helgarferðina eru:

-Tog mótors yfir 50 nm

-Breidd dekkja yfir 45mm (1,8")

-Raundrægni rafhlöðu 60km

-Framdempari

Sendu okkur línu ef þú ert í vafa með þitt hjól og við aðstoðum eftir bestu getu!

Fararstjórar ferðarinnar

bottom of page