top of page

Sverrir í Fjörskylduna


Sverrir Árnason hefur gengið til liðs við fararstjórateymi Fjallafjörs, Fjörskylduna. Sverrir er íslenskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík, er mikill bókmenntaáhugamaður og á m.a. kennsluvefinn brennunjalssaga.is.

Sverrir veit fátt betra en að ferðast um hálendið, finna sér góða laut utan alfaraleiðar, ganga á fjöll og njóta náttúrunnar með bók að kvöldi. Það er því ekki að ástæðulausu að Sverrir verður fararstjóri í nýjum bókmenntahópi Fjallafjörs - Bókfelli - og fyrsta dagskráin er á söguslóðir Brennu-Njálssögu.

Við bjóðum Sverri hjartanlega velkominn í Fjörskylduna og hlökkum til skemmtilegra ferða á slóðir spennandi og fjölbreyttra sagna.

529 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page