Krabbameinsfélag Íslands stendur fyrir Styrkleikunum 2022 sem fara fram á Selfossi 30. apríl - 1. maí. Tilgangur Styrkleikanna er styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein með liðaskiptri göngu í 24 tíma. Styrkleikarnir hefjast á hádegi 30. apríl og standa til hádegis 1. maí.
Þau sem vilja taka þátt geta skráð sitt lið til leiks á www.krabb.is/styrkleikarnir og
skiptast á að ganga í heilan sólarhring. Þátttaka í Styrkleikunum er ókeypis og öll velkomin að taka þátt en viðburðurinn er sérstaklega fjölskylduvænn. Auk þess er hægt að safna áheitum og/eða kaupa varning til styrktar Krabbameinsfélaginu.
Fjallafjör er styrktaraðili Styrkleikanna.
Comments