top of page

Sólheimajökull


Það má með sanni segja að íslensk náttúra sé stórbrotin. Það er ekki víða í heiminum þar sem aðgengi að skriðjökli er jafn gott og á Sólheimajökli en einungis er um 15 mínútna ganga frá bílastæðinu við jökulinn að jöklinum sjálfum og ferðin er á færi allra sem á annað borð geta hreyft sig með góðu móti.


Þó svo að aðgengi að jöklinum sé gott er nauðsynlegt að vera með viðeigandi búnað, s.s. jöklabrodda, klifurbelti, ísexi og hjálm og vera í för með jöklaleiðsögumanni sem kann til verka.


Ferð á Sólheimajökul er innifalin í dagskrá Skyggnis 2024 en einnig er hægt að bóka sérferð með Fjallafjöri á jökulinn. Til þess að bóka sérferð er best að senda fyrirspurn á fjallafjor(hjá)fjallafjor.is eða hringja í síma 497 0090.
108 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page