top of page

Hraunsnefsöxl

Ganga á Hraunsnefsöxl er skemmtileg, ekki krefjandi (þó hún sé vissulega óárennileg að sjá!) og umhverfið allt í kring ákaflega fallegt.


Hraunsnefsöxl
Gengið á Hraunsnefsöxl

Ef lagt er af stað frá Hraunsnefi (munið að fá leyfi til að leggja bílum, nú eða gera góða ferð betri og bóka gistingu, fara út að borða og skella sér í pottinn eftir ferðina) er gangan um 7-8 kílómetrar og hækkunin tæplega 300 metrar.

Fjallafjör á Hraunsnefsöxl
Hraunsnefsöxl




Gengið er vesturfyrir Hraunsnefsöxl (fyrir Axlarhorn) sunnan við Rauðahrygg og inn lítinn dal. Þegar komið er inn í hann fikrum við okkur uppávið upp Axlarstalla þar til komið er upp á Hraunsnefsöxl, sem er nokkuð slétt, með stöllum þó, að ofanverðu.


Hægt er að ganga góðan hring að ofanverðu, horfa niður hamrana, borða gott nesti og njóta útsýnisins yfir Norðurárdal, Baulu, Langjökul, Þórisjökul og Eiríksjökul, svo eitthvað sé nefnt. Sama leið er gengin niður og til baka.


Fjallafjör Hraunsnefsöxl
Fjör og frábær félagsskapur!


74 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page