top of page

Fjallafjör í samstarf við Kolvið


Hugsjón ehf. sem rekur Fjallafjör undirritaði nýverið samning um kolefnisbindingu vegna starfsemis félagsins. Kolefnisjöfnunin tekur m.a. til rútuferða, aksturs þátttakenda til og frá upphafsstað ferða, ferðir fararstjóra í skipulögðum ferðum og undirbúningsferðum auk þess sem föst kolefnisjöfnun er vegna liða eins og förgunar og annarra þátta. Samningurinn tekur gildi afturvirkt frá 1. ágúst 2021 og heldur félagið grænt bókhald og vinnur losunaráætlanir samkvæmt því.

Við vinnum nú að mótun sjálfbærnistefnu Fjallafjörs og er samningurinn liður í þeirri vegferð. Við viljum sýna viljann í verki og ganga til verka um leið og kostur gefst. Stefna af þessu tagi verður seint fullmótuð en við bindum vonir til að geta birt fyrstu útgáfu hennar á fyrsta ársfjórðungi 2022.

204 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page