top of page

Fjallafjör á Styrkleikunum

Vertu með í liði Fjallafjörs á Styrkleikunum 2022!

Fjallafjör er styrktaraðili Styrkleikanna 2022 og tekur einnig þátt í Styrkleikunum með liði sem gengur með boðhlaupskefli í sólarhring, frá hádegi 30. apríl til hádegis 1. maí, sem er táknrænt fyrir það að engin hvíld fæst frá krabbameini. Tilgangur Styrkleikanna er að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem fengið hafa krabbamein.


Fjallafjör verður með tjald, veitingar og stemmingu á Styrkleikunum 2022 og öllum er velkomið að vera með og skrá sig í lið Fjallafjörs hér: https://www.krabb.is/styrkleikarnir/taka-thatt/


Hvernig virkar þetta?

-Þú skráir þig í lið Fjallafjörs

-Liðsstjóri Fjallafjörs hefur samband við þig og þið finnið í sameiningu þann tíma sem þig langar að vera á Styrkleikunum

-Þú mætir á Selfoss og tekur þátt í að halda boðhlaupskefli Styrkleikaliðs Fjallafjörs á hreyfingu


Fyrir hverja eru Styrkleikarnir?

Styrkleikarnir eru fyrir öll þau sem vilja sýna þeim sem fengið hafa krabbamein stuðning, heiðra þau eða minnast þeirra. Styrkleikarnir eru fjölskylduvænn viðburður og engin kvöð er á því hversu mikið þarf að ganga - aðal málið er að mæta að sýna krabbameinsgreindum stuðning - í einn stuttan hring eða í einhverja klukkutíma - þitt er valið!


Hvað þarf ég?

Þægilega skó, gott skap og kannski smá nesti. Fjallafjör verður með ýmislegt matarkyns í tjaldinu en ef það er eitthvað sem ykkur langar sérstaklega í eða ef séróskir, óþol eða ofnæmi eru tengd fæðu væri gott ef þið takið með ykkur eitthvað gott svo þið verðið örugglega ekki svöng :) Einnig verður matarsala á vegum Styrkleikanna á svæðinu allan sólarhringinn.


 
 
 

Comments


Leyfi frá Ferðamálastofu

Hóparnir okkar

Tenglar

Hafa samband

Ferðamálastofa hefur úthlutað Hugsjón ehf. leyfisnúmer 2021-27 sem ferðasali dagsferða og ferðaskrifstofuleyfi númer 2021-036.

Leyfi Ferðamálastofu
Leyfi Ferðamálastofu
covid approved
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Fjallafjör

455705-removebg-preview.png

497-0090

1442912-removebg-preview.png

Hópar

mail-simple-icon-white-mail-icon-black-circle-vector-illustration-stock-image_797523-1729-removebg-preview.png
1442912-removebg-preview.png

Ferðir og námskeið

circle_location-512-removebg-preview.png

Ásvellir 1, Grindavík

1442912-removebg-preview.png

Fjörskyldan

1442912-removebg-preview.png

Gagnlegar upplýsingar

 © 2021 FJALLAFJÖR​, Sími: 497 0090 Hugsjón ehf. kt. 430621-2620 Laxabakki 9, 800 Selfoss. Endurritun óheimil nema með leyfi.

bottom of page