top of page

Einstök börn og Fjallafjör


Þú styrkir Einstök börn þegar þú tekur þátt í Fjörinu!


Öllum skráningum í göngu- og hjólahópa Fjallafjörs á tímabilinu 15. mars til 9. apríl 2022 fylgir krúttlegur dreki frá Einstökum börnum. Drekinn elskar að fara á fjöll og finnst ótrúlega gaman að njóta útsýnisins af bakpokanum og ekki er verra ef þinn dreki fær flott nafn.Hvað þarf ég að gera?

Bara skrá þig í þann hóp sem þig langar. Við kaupum drekann og styrkjum þannig Einstök börn, þú færð drekann í næstu ferð og þið eruð tilbúin í ævintýrin!

Mig langar að styrkja Einstök börn frekar

Okkur líka! Hægt er að styrkja félagið á ýmsan máta. Kíktu á vefsíðuna þeirra, www.einstokborn.is og athugaðu hvað þú getur gert til að leggja þitt af mörkum. Hægt er gerast mánaðarlegur styrktaraðili Einstakra barna hér: https://www.styrkja.is/einstokborn auk þess sem tekið er á móti stökum framlögum.

294 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page