top of page

Arnar í Fjörskylduna


Það er okkur sönn ánægja að bjóða Arnar Þór Gunnarsson velkominn í Fjörskylduna. Arnar Þór er mikill fjallagarpur sem hefur yndi af því að standa skýjum ofar í fjallavímu en kann ekki síður að njóta notalegrar göngu á láglendi í góðra vina hópi.

Arnar er virkur í Hjálparsveit Skáta í Reykjavík þar sem hann hefur lokið fjölda námskeiða í t.d. ferðamennsku, rötun, skyndihjálp og fjallamennsku auk þess að hafa lokið Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR) og fagnámskeiði í fjallabjörgun.

Hann hefur starfað sem fararstjóri í fjallaferðum um árabil og brennur fyrir því að fylgja ferðafélögum sínum á nýjar slóðir.

Það þarf ekki að vera lengi í kringum Arnar til þess að átta sig á því að hann er mikill fjörkálfur með brosmilda sýn á lífið. Fjörkálfurinn brýst svo út í öllu sínu veldi á kvöldvökum en hann er frábær gítarleikari og leikur á alls oddi þegar gleðin tekur völd! Já, svo eru danssporin hans goðsagnakennd!


Við bjóðum Arnar Þór hjartanlega velkominn og hlökkum til ævintýranna með honum!


Arnar er fararstjóri í Heklu og Kötlu.

393 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page