top of page

Anna María í Fjörskylduna!


Við bjóðum Önnu Maríu hjartanlega velkomna í Fjörskylduna.


Anna María er algjör fjallageit og hefur alltaf verið fjörkálfur. Það fer ekki á milli mála þegar hún mætir á svæðið því hláturinn hennar er ekki bara fastur í botni og smitandi heldur heyrist hann líka langar leiðir. Í hennar huga er ekkert til sem heitir hálftómt glas, það er í allra minnsta falli hálffullt!

Anna María elskar að vera úti - fjallgöngur, fjallahjól, skíði og fluguveiði draga hana út í öllum veðrum með bros á vör. Hún hóf göngu á jafnsléttu en óx síðan ásmegin og hefur nú lagt stærri fjöll, fell og jökla.

Anna María er með MBA gráðu frá HR, ACC vottun og mikill reynslubolti í mannauðs- og gæðamálum en hún hefur m.a. starfað sem mannauðsstjóri Arctic Adventures og við leiðtogaþjálfun hjá Víðsýni.

Anna María hefur smitað nokkra einstaklinga af hinni alræmdu fjallabakteríu og hlakkar til að eiga fullt af skemmtilegum stundum á fjöllum.

288 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page