top of page

Ævintýranámskeið Fjallafjörs

Skemmtileg kjarnadagskrá og þú velur ævintýrin!

Ævintýranámskeið Fjallafjörs Á ævintýranámskeiði Fjallafjörs er grunndagskrá fyrir alla þátttakendur sem við köllum kjarnadagskrá. Í kjarnadagskránni er undirbúningsfundur, fimm kvöldferðir, þrjár dagsferðir og fræðslukvöld. Þú velur svo tvær valgreinar til þess að bæta við dagskrána og býrð þannig til ævintýralega útivistardagskrá sem hentar þér. Hvað langar þig að prófa?

Hvaða valgreinar eru í boði? Fimm valgreinar eru í boði á vorönn Ævintýranámskeiðisins og tvær valgreinar eru innifaldar í þátttökugjaldinu. Þær eru sjósund, klifur, ferðahjólreiðar, hellaferðir og þrenna. Hér er kjörið tækifæri til þess að prófa nýjar útivistargreinar.

Þarf ég að kunna og eiga allt? Alls ekki! Þú þarft grunnútbúnað fyrir útivist og fjallgöngur, ef þú ætlar í sjósund þarftu sundföt og ef þú ætlar að hjóla þarftu hjól - og það þarf ekki að vera af nýjustu sort. Við útvegum allan búnað í klifur, sjáum um aðgang að sundstöðum og leiðbeinum þér fyrstu


skrefin í þeim valgreinum sem þú velur. Þú getur skoðað forkröfur og útbúnað nánar á vefsíðunni okkar en óttastu eigi - þetta er fyrir byrjendur, fyrir þau sem langar að prófa og þetta er skemmtilegt!



535 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page