top of page
Fjallafjör

Meðalfell

Meðalfell er fjölbreytt, tíu ferða dagskrá sem hentar í senn skemur og lengra komnum í fjallgöngum og útivist.  Gengið er einu sinni í viku, gráðun ferðanna er 1-2 og í ferðunum getur verið þónokkur gönguhækkun en að hámarki 400 metrar.

Verð: 34.900

Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.

Að þessu sinni eru fleiri dagsferðir í dagskránni og hægt er að bæta við einni valgrein Ævintýranámskeiðs Fjallafjörs fyrir 5.000 krónur!

Dagskrá meðalfells

Dagskráin er fjölbreytt og spennandi en erfiðleikastig ferðanna nokkuð jafnt. Brottfarir í kvöldferðir er klukkan 18:00 frá höfuðborgarsvæðinu en allajafna klukkan 8:00 í dagsferðum.  Ferðirnar eru sameiginlegar með Ævintýranámskeiði Fjallafjörs og geta þátttakendur því bætt við einni valgrein Ævintýranámskeiðisins fyrir 5.000 krónur!

Berðu saman hópana okkar hér.

Óskir þú eftir nánari upplýsingum um Meðalfellshópinn hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Dagskrá getur tekið breytingum m.t.t. veðurs, utanaðkomandi þátta og óviðráðanlegra aðstæðna.

Verð: 34.900

Hvað er innifalið?

-Fararstjórn í 10 ferðum, þ.a. 3 dagsferðum

-Undirbúningsfundur

Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.

Dagskrá - Meðalfell

Undirbúningsfundur

Allir hópar Fjallafjörs hefjast með undirbúningsfundi þar sem farið er yfir öryggismál, fatnað, búnað, næringu, fyrirkomulag dagskrárinnar og ferðanna sem og ýmis praktísk atriði.

Facebookhópur

Fjallafjör notar Facebookhópa til þess að bjóða í ferðir, á viðburði, miðla upplýsingum og þess háttar. Við hvetjum þátttakendur til þess að deila myndum og minningum úr ferðum í hópunum.

afslættir

Þátttakendur í Fjallafjöri fá afslætti hjá ýmsum verslunum. Skoðaðu afsláttarkjörin, sæktu þátttakendaskírteini í símann þinn og njóttu betri kjara.

Við fyrir þig

Fararstjórar Fjallafjörs eru boðnir og búnir til að aðstoða þátttakendur í hvívetna, hvort sem viðkemur notkun á búnaði, vali á dagskrá eða hverskonar ráðgjöf er varðar útivist og fjallgöngur.  Hafði samband milli 9 og 17 virka daga eða ræddu við fararstjórann þinn í næstu ferð!

Fararstjórar Meðalfells

bottom of page