top of page

ævintýranámskeið

fjallafjörs

Bættu ævintýrum við tilveruna og vertu með á Ævintýranámskeiði Fjallafjörs!

Kjarnadagskráin inniheldur kvöldferðir, dagsferðir, fræðslukvöld og undirbúningsfund og svo velur þú tvenns konar ævintýri þig langar að bæta við dagskrána.  Á vorönn 2023 bjóðum við upp á hellaferðir, sjósund, klifur, ferðahjólreiðar og - fyrir þau sem vilja ganga meira - þrennu af skemmtilegum ferðum!

IMG_1067.heic

kjarni

Kjarnadagskrá Ævintýranámskeiðs Fjallafjörs er þannig:

4. apríl - undirbúningsfundur

11. apríl - Stóra-Lambafell (kvöldferð)

25. apríl - Fræðslukvöld

29. apríl - Brynjudalur (dagsferð)

16. maí - Þyrilsnes (kvöldferð)

18. maí - Hraunsnefsöxl (dagsferð)

30. maí - Tjarnarhnúkur (kvöldferð)

16. júní - Hafnarfjall (kvöldferð)

18. júní - Óvissuferð (dagsferð)

27. júní - Hagafell (kvöldferð)

Búnaður:

Almennur útivistarbúnaður.

Forkröfur:

Engar. Hentar þeim sem geta hreyft sig með góðu móti.

Fararstjórar:

Heiðrún Harpa Helgadóttir, Guðmundur Örn Sverrisson

Sjósund

Langar þig að prófa sjósund?

Hér er kjörið tækifæri til þess að prófa! Ertu þegar sjósundsaðdáandi? Komdu með og njóttu orku sjávarins!

Þrjár ferðir í sjósund undir dyggri leiðsögn einnar af reyndustu sjósundskonum landsins.

Dagskrá:

27. apríl - Nauthólsvík

4. maí - Álftanes

10. maí - Kjalarnes

Búnaður:

Nauðsynlegt er að vera í viðeigandi sundfatnaði en einnig er gott að hafa sundhettu/húfu, sjósundskó og hanska. Aðgangur að baðstöðum er innifalinn í þátttökugjaldi.

Forkröfur:

Þátttakendur þurfa að vera syndir

Fararstjórar:

Ragnheiður Valgarðsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir

DSCN6557.jpg
IMG_3352.heic

Hellaferðir

Langar þig að upplifa undraveröld hraunhella?

Komdu með í þrjár spennandi hellaferðir um undirheima íslenskrar náttúru.

Dagskrá:

19. apríl - Selgjárhellir og nágrannar

9. maí - Stelpuhellir

2. júní - Arnarker

Búnaður:

Hjálmur og höfuðljós. Viltu leigja?

Forkröfur:

Engar.

Fararstjórar:

Auður Jóhannsdóttir & Guðmundur Örn Sverrisson

Klifur

Langar þig að prófa að klifra? Prófaðu þrjár ferðir með okkur þar sem þú færð að brölta í klettum, klifra og síga með nauðsynlegan öryggisbúnað.

Dagskrá:

28. apríl - Öskjuhlíð

19. maí - Háibjalli

21. júní - Horzl

Búnaður:

Enginn. Notkun á klifurbúnaði er innifalinn í þátttökugjaldi.

Forkröfur:

Engar.

Fararstjórar:

Eva Íris Eyjólfsdóttir & Guðmundur Örn Sverrisson

IMG_2074.HEIC

Þrennan

Viltu fleiri gönguferðir í dagskránna? Þema Þrennunnar vorið 2023 eru gjár.  Þrjár skemmtilegar kvöldferðir í góðra vina hópi þar sem við skoðum gjár er öruggt val um fleiri ævintýri.

Dagskrá:

18. apríl - Hrútagjá

23. maí - Gullkistugjá

8. júní - Lambafellsgjá (Lambafellsklofi)

Búnaður:

Almennur útivistarbúnaður.

Forkröfur:

Engar. Hentar þeim sem geta hreyft sig með góðu móti.

Fararstjórar:

Heiðrún Harpa Helgadóttir, Guðmundur Örn Sverrisson

IMG_5577.JPG
DSCN6388.jpg

Ferðahjólreiðar

Langar þig að upplifa íslenska náttúru á hjóli?

Þriggja ferða hjólaævintýri getur ekki klikkað - vertu með!

Dagskrá:

15. maí - Grunnavatnsskarð

6. júní - Hólmsheiði

20. júní - Njarðvíkurheiði

Búnaður:

Reiðhjól og hjálmur.  Allar gerðir og aldur reiðhjóla nema götuhjól (racer) henta. Drif- og öryggisbúnaður verður að vera í lagi.

 Forkröfur:

Engar.

Fararstjórar:

Auður Jóhannsdóttir & Guðmundur Örn Sverrisson

bottom of page