DSCN5977.jpeg

Litlihnúkur

Litlihnúkur er fjögurra ferða dagskrá í október sem spannar þrjár kvöldferðir á miðvikudögum og eina hálfsdagsferð á sunnudegi.  Þátttökugjald í Litlahnúk eru 7.900 krónur en Fjallafjör býður októberdagskrána á tilboði til Ferðagjafahafa fyrir eina ferðagjöf pr. þátttakanda.

​Þátttökufjöldi er takmarkaður við 40 þátttakendur.

Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.

ferdagjof.png
ferdagjof.png

Dagskrá Litlahnúks

Dagskráin er fjölbreytt og spennandi en erfiðleikastig ferðanna nokkuð jafnt.  Við munum ferðast klassískar leiðir í kringum höfuðborgina.  Ferðirnar eru á bilinu 5-8 kílómetrar og hækkun á bilinu 250-320 metrar. 

Brottför í kvöldferðum er klukkan 18:00 en í hálfsdagsferðina 9:30.

Óskir þú eftir nánari upplýsingum um Litlahnúkshópinn hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Dagskrá getur tekið breytingum m.t.t. veðurs, utanaðkomandi þátta og óviðráðanlegra aðstæðna.

Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.

Screenshot 2021-09-24 at 15.16.18.png

Fararstjórar Litlahnúks