Fjölskyldufjör leikskólans Króks
þri., 26. sep.
|Sólbrekkuskógur
Heilsuleikskólinn Krókur og Fjölskyldufjör Fjallafjörs bjóða fjölskyldum nemenda og starfsfólks Króks í skemmtilega fjölskylduferð um Sólbrekkuskóg þriðjudaginn 26. september klukkan 17:00.


Staður & stund
26. sep. 2023, 17:00 – 19:00
Sólbrekkuskógur, Sólbrekkuskógur, 260, Iceland
Gestir
Um viðburðinn
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) fer fram 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Grindavíkurbær er þátttakandi í vikunni í ár og er stefnt að því að bjóða upp á fjölbreytta viðburði þessa daga.
Af því tilefni bjóða Heilsuleikskólinn Krókur og Fjölskyldufjör Fjallafjörs fjölskyldum nemenda og starfsfólks Króks í skemmtilega fjölskylduferð um Sólbrekkuskóg þriðjudaginn 26. september klukkan 17:00. Í lok ferðarinnar verður boðið upp á veitingar. Þátttaka er ókeypis en skrá verður þátttöku í ferðina fyrir hádegi mánudaginn 25. september.
Hægt er að leggja bílum á bílastæði við Seltjörn og ganga að skóginum, sjá hér: https://www.google.com/maps/dir//63.9474901,-22.4344218/@63.9470352,-22.4336651,450m/data=!3m1!1e3!4m2!4m1!3e0?entry=ttu