top of page

sun., 15. jan.

|

Teams

Dagskrárkynning Fjallafjörs - Rafræn

Fjallafjör býður upp á rafræna dagskrárkynningu á eftirfarandi gönguhópum: -Lágafell -Meðalfell -Skyggnir -Fjallgöngunámskeið Fjallafjörs -Fjölskyldufjör

Skráningu er lokið.
Sjá fleiri viðburði
Dagskrárkynning Fjallafjörs - Rafræn
Dagskrárkynning Fjallafjörs - Rafræn

Staður & stund

15. jan. 2023, 20:00 – 20:40

Teams

Gestir

Um viðburðinn

Fjallafjör býður upp á hnitmiðaða dagskrárkynningu á Skyggni, Lágafelli, Meðalfelli, Fjallgöngunámskeiði og Fjölskyldufjöri.

Skyggnir

Dagskrá Skyggnis 2023 samanstendur af 20 ferðum og undirbúningsfundi.  10 kvöldferðir, 9 dagsferðir og helgarferð í Hólaskóg með tjaldgistingu,  morgunverði 2 morgna og grillveislu á laugardagskvöldi innifalið í þátttökugjaldinu.  Hægt er að bóka gistingu í skála fyrir 11.900 krónur á mann fyrir helgina.  Verð: 74.900 krónur - rútuferðir innifaldar í þeim ferðum sem þær eru notaðar.

Nánari upplýsingar hér: https://www.fjallafjor.is/skyggnir

Lágafell

Lágafellshópur Fjallafjörs hentar í senn byrjendum og þeim sem vilja fara í styttri ferðir og gefa sér rúman tíma í að njóta þeirra.  Lítill stígandi er í dagskránni sem miðar að því að sem flest geti tekið þátt, sama hvort þau séu að stíga upp úr sófanum eftir allnokkra kyrrsetutíð eða vilja taka þátt í rólegum ferðum þar sem áherslan er á að njóta samveru og náttúru - sama hver ástæðan er. 12 ferðir og undirbúningsfundur: 32.900 krónur - bátsferð í Viðey er innifalin.

Nánari upplýsingar hér: https://www.fjallafjor.is/lagafell

Meðalfell

Meðalfell er tíu ferða dagskrá sem endar með spennandi dagsferð um 100 gíga leiðina og er kostnaður vegna bátsferðar í Viðey innifalinn í þátttökugjaldi.  Gengið er einu sinni í viku.  Gráðun ferðanna er 1-2 og í öllum ferðum er þónokkur gönguhækkun en að hámarki 400 metrar. Verð: 34.900, nánari upplýsingar hér: https://www.fjallafjor.is/medalfell

Fjölskyldufjör

Fjölskyldufjör Fjallafjörs er vettvangur fyrir fjölskyldur af öllum gerðum, stærðum og samsetningum til að fara út að leika saman í náttúrunni.  Fjallafjör býður fjölskyldum upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir hagkvæmt verð.  Þátttökugjald er einungis 9.900 krónur fyrir hverja 12 mánuði og gildir fyrir hverja kjarnafjölskyldu óháð barnafjölda - amma og afi eru velkomin líka.

Fjallgöngunámskeið Fjallafjörs

Fjallgöngunámskeið Fjallafjörs er frábær leið til að koma sér uppúr sófanum og fá haldgóða leiðsögn og fjölbreytta fræðslu um fjölmargt sem snýr að fjallgöngum og ferðamennsku, þ.m.t. undirbúningi, búnaði, öryggi, næringu, þjálfun og leiðarvali - svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið samanstendur af 16 kennslustundum (12 klst. á þremur kvöldum), 3 dagsferðum og 6 kvöldferðum.  Kennslubók er innifalin í þátttökugjaldi sem og 5.000 krónu inneign í gönguhópa hjá Fjallafjöri.  Verð: 34.900

Share This Event

bottom of page