

Vetraráskorun 2026
Fjallafjör býður upp á sannkallaða vetraráskorun dagana 31. janúar - 1. febrúar 2026!
Áskorunin felst í að klífa fjall, ferðast og gista í tjöldum í rúmlega sólarhringsferð. Einstök upplifun sem gleymist seint!
Gengið er á Strút í Borgarfirði sem trónir í 937 metra hæð. Þegar niður er komið verður slegið upp tjaldbúð, kvöldmaturinn græjaður og allt gert klárt fyrir góðan nætursvefn. Að morgni hitum við kaffi og fáum okkur morgunverð áður en haldið er heim á leið og upplagt að stoppa við í heitum potti á heimleið!
Verð: 14.900
Athugaðu hvort stéttarfélagið þitt bjóði upp á niðurgreidda ferðaávísun hjá Fjallafjöri og skelltu þér með í skemmtilega ferð á hagkvæmu verði!
Dagskrá ferðarinnar
27. janúar - undirbúningsfundur
Í ferð sem þessari eru öryggismál númer eitt og góður undirbúningur nauðsynlegur hluti af þeim.
Á undirbúningsfundinum förum við yfir veðurhorfur, búnað, klæðnað, næringu og skipulag ferðarinnar. Búnaðarlisti er sendur þátttakendum um leið og brottför er staðfest.
31. janúar
Brottför er frá Reykjavík klukkan 9:00. Ekið er að upphafsstað ferðarinnar
Áætluð vegalengd: 26 km.
Áætluð hækkun: 1200m.
dagur 2
Þátttakendur snæða morgunverð, taka niður tjaldbúðir og ganga frá farangri í morgunsárið. Brottför í göngu dagsins er klukkan 11:00 þegar gengin verður stutt og þægileg ganga í Fjósafuð að skemmtilegum helli. Eftir ferðina geta þátttakendur farið á Bólhöfuð og sameinast svo í stuttri lokasamveru áður en farið er með rútu til baka til Reykjavíkur.
Áætluð vegalengd: 2-3 km.
Áætluð hækkun: óveruleg.
Skáli
Við bendum þátttakendum sem vilja bæta við skálagistingu að hafa samband við Ferðafélagið Útivist.
Frávik
Í langri ferð sem þessari er margt sem getur haft áhrif á dagskrá og tímasetningar. Því ber að líta á tímasetningar sem viðmið.
Undirbúningsfundur
Undirbúningsfundur fyrir þátttakendur er haldinn um viku fyrir brottför. Dagsetning auglýst síðar.


