top of page
Medicine Kit

skyndihjálp
í óbyggðum

Fjallafjör býður upp á þriggja kvölda námskeið í skyndihjálp í óbyggðum.  Námskeiðið er sniðið að þeim sem stunda útivist og fjallgöngur og vilja kunna til verka ef slys ber að höndum.

Námskeiðinu lýkur með verklegri æfingu úti þar sem þátttakendur nýta þá kunnáttu sem þeir öðlast á námskeiðinu í sviðsettum aðstæðum.

Athugið að kennsla fer fram í rúmgóðum sal og hámarksfjöldi þátttakenda eru einungis 15 þátttakendur

​Námskeiðið kostar 25.900 krónur.

Hægt er að skipta greiðslum án kostnaðar og athugið að sum stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs.

Dagskrá námskeiðisins

Næsta námskeið er 29. mars, 31. mars og 5. apríl 2022 milli klukkan 18 og 22. Kennsla fer fram í sal Íþrótta- og ólympíusambands Íslands í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.  Verkleg útiæfing er í Laugardal.

Leiðbeinendur námskeiðisins

Ævar Aðalsteinsson og Örvar Aðalsteinsson eru leiðbeinendur á námskeiðinu Skyndihjálp í óbyggðum.  Þeir hafa kennt skyndihjálp um áratugaskeið og eru hoknir af reynslu þegar kemur að fjallamennsku en bakgrunnur þeirra er m.a. í hjálparsveitum og fararstjórn.

bottom of page