top of page

í sátt við umhverfið

Við leggjum okkur fram um að starfa í sátt við umhverfið.  Í viðleitni okkar til þess höfum við tekið eftirfarandi skref:

01

Kolefnisjöfnun

Fjallafjör kolefnisjafnar alla sína starfsemi, akstur þátttakenda, rútuferðir .....

02

rafhlöður

Talsverð rafhlöðunotkun fylgir starfsemi Fjallafjörs.  Fjallafjör útvegar öllum fararstjórum endurhlaðanlegar rafhlöður og sér um endurhleðslu þeirra.  Rafhlöðurnar eru m.a. notaðar í talstöðvar, GPS tæki, höfuðljós, neyðarljós og annan rafhlöðudrifinn búnað.

03

ráðgjöf

Fjallafjör er í samstarfi við Andrými - sjálfbærnisetur í umhverfismálum og nýtur ráðgjafar dr. Snjólaugar Ólafsdóttur við að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar og bæta fyrir þau þar sem það á við og hægt er.

04

fræðsla

Fararstjórar Fjallafjörs njóta fræðslu um umhverfismál með reglubundnum hætti og miðla með beinum og óbeinum hætti til þátttakenda í ferðum.

bottom of page