top of page
Fjallafjör

Guðmundur Örn Sverrisson

Lífið er fjör á fjöllum

Guðmundur er fimm, bráðum sex barna faðir og heldur því fram að formúlan n+1 gildi bæði um fjölda reiðhjóla og barna.  Hann býr ásamt konu sinni og börnum rétt utan borgarmarkanna þar sem lítt snortin náttúra er í nokkurra mínútna göngufjarlægð og hafa hjónin boðið ótal ferðafélögum í eitthvað heimabakað eftir góða gönguferð í nágrenni heimilisins. 

Guðmundur S.

Guðmundur er útivistarunnandi í víðum skilningi og veit fátt betra en að vera einn uppi á hól með uppáhalds nestið sitt - sviðasultu og rófustöppu - ef undan eru skilin ferðalög með fjölskyldunni.


Guðmundur var fararstjóri hjá Ferðafélaginu Útivist á árunum 2013-2021 og hefur meðal annars lokið námskeiðum í skyndihjálp í óbyggðum, rötun, vetrarfjallamennsku, undirbúningsnámskeiði í jöklaleiðsögn og hópstjórn auk þess að stunda nám í fjallamennsku við FAS.

Mottó Guðmundar er: "Lífið er fjör á fjöllum!"

Sími: 697-6699 - netfang: gudmundur@fjallafjor.is

bottom of page