Samveruganga Grindvíkinga
sun., 10. nóv.
|Hafnarfjörður
Þann 10. nóvember næstkomandi er ár liðið frá því við þurftum að yfirgefa fallega bæinn okkar og af því tilefni langar okkur að bjóða ykkur í stutta og þægilega samverugöngu í nágrenni Hvaleyrarvatns.


Staður & stund
10. nóv. 2024, 11:00 – 13:00
Hafnarfjörður, 23P8+GJP, Göngustígur, 221 Hafnarfjörður, Iceland
Gestir
Um viðburðinn
Kæru Grindvíkingar
Þann 10. nóvember næstkomandi er ár liðið frá því við þurftum að yfirgefa fallega bæinn okkar, samfélagið, nágrannana og framtíðina í Grindavík sem við gerðum ráð fyrir að eiga. Af því tilefni langar okkur að bjóða ykkur í stutta og þægilega samverugöngu í nágrenni Hvaleyrarvatns og að göngu lokinni bjóðum við upp á kaffiveitingar í skála St. Georgsgildisins í Hafnarfirði sem lánar okkur húsið án endurgjalds.
Gangan tekur um klukkustund, hækkun er óveruleg og gangan ljúf - ekki krefjandi.
Þátttaka er ókeypis en bóka þarf miða fyrirfram hér.